Bjarti faríseinn Sirrý Hallgrímsdóttir skrifar 23. september 2017 06:00 Ímyndum okkur að endurskrifa þyrfti Nýja testamentið. Lúkas 18:11-12 myndi þá hljóða svona: „Björt Ólafsdóttir stóð og baðst þannig fyrir með sjálfri sér: Guð, ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn: ræningjar, ranglætismenn, hórkarlar eða þá eins og þessi Sjálfstæðismaður.“ Fyrirsögn fréttar um Björtu í gær var „Siðferðið sterkara í Bjartri framtíð en í Sjálfstæðisflokknum“. Það er auðvitað áhugavert þegar stjórnmálamenn gefa sjálfum sér og flokkum sínum svona einkunn, en ekki óþekkt í mannkynssögunni eins og sagan um faríseann er dæmi um. Þessi siðferðislega einkunnagjöf Bjartar er einkar áhugaverð í ljósi nýliðinna atburða. Ekki eru nema nokkrar vikur síðan sama Björt notaði þingsal elsta þjóðþings veraldar sem einhvers konar „catwalk“ til að selja kjóla. Mál sem var auðvitað í eðli sínu bara vandræðalegt, en fékk vídd þegar svar við gagnrýninni var að nú væri feðraveldið að missa sig. Það tók Björtu nokkra daga að átta sig á siðferðislegum þætti málsins. Stjórnmál eiga að vera siðleg, stjórnmálamenn eiga að vera siðlegir. En sá sem hossar sér á siðferðinu og telur sig og sína siðlegri en annað fólk ætti hugsa sinn gang alvarlega. Nú liggur fyrir að engin lög og engar reglur voru brotnar í því máli sem leiddi til þess að Björt gekk úr ríkisstjórn. Engin leyndarhyggja, engin yfirhylming. Hversu siðlegir skyldu þeir nú teljast sem hafa gengið svo langt að ljúga upp á Sjálfstæðisflokkinn að hann stundi yfirhylmingar um kynferðisglæpi? Hvað finnst Björtu um slíkt fólk, telur hún Bjarta framtíð siðlegri en slíkt fólk, myndi hún fara í ríkisstjórn með slíku fólki? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sirrý Hallgrímsdóttir Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Köstum ekki verðmætum á glæ Ingvar Jónsson Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Ímyndum okkur að endurskrifa þyrfti Nýja testamentið. Lúkas 18:11-12 myndi þá hljóða svona: „Björt Ólafsdóttir stóð og baðst þannig fyrir með sjálfri sér: Guð, ég þakka þér, að ég er ekki eins og aðrir menn: ræningjar, ranglætismenn, hórkarlar eða þá eins og þessi Sjálfstæðismaður.“ Fyrirsögn fréttar um Björtu í gær var „Siðferðið sterkara í Bjartri framtíð en í Sjálfstæðisflokknum“. Það er auðvitað áhugavert þegar stjórnmálamenn gefa sjálfum sér og flokkum sínum svona einkunn, en ekki óþekkt í mannkynssögunni eins og sagan um faríseann er dæmi um. Þessi siðferðislega einkunnagjöf Bjartar er einkar áhugaverð í ljósi nýliðinna atburða. Ekki eru nema nokkrar vikur síðan sama Björt notaði þingsal elsta þjóðþings veraldar sem einhvers konar „catwalk“ til að selja kjóla. Mál sem var auðvitað í eðli sínu bara vandræðalegt, en fékk vídd þegar svar við gagnrýninni var að nú væri feðraveldið að missa sig. Það tók Björtu nokkra daga að átta sig á siðferðislegum þætti málsins. Stjórnmál eiga að vera siðleg, stjórnmálamenn eiga að vera siðlegir. En sá sem hossar sér á siðferðinu og telur sig og sína siðlegri en annað fólk ætti hugsa sinn gang alvarlega. Nú liggur fyrir að engin lög og engar reglur voru brotnar í því máli sem leiddi til þess að Björt gekk úr ríkisstjórn. Engin leyndarhyggja, engin yfirhylming. Hversu siðlegir skyldu þeir nú teljast sem hafa gengið svo langt að ljúga upp á Sjálfstæðisflokkinn að hann stundi yfirhylmingar um kynferðisglæpi? Hvað finnst Björtu um slíkt fólk, telur hún Bjarta framtíð siðlegri en slíkt fólk, myndi hún fara í ríkisstjórn með slíku fólki?