Pláss Hildur Björnsdóttir skrifar 5. maí 2017 07:00 „Þú ert grannur maður. Hví tekur þú svo mikið pláss?“ Hún var kurteis en ákveðin. Við sátum í neðanjarðarlest. Sæti af skornum skammti. Hann sat útbreiddur og gleiður. Hrútbreiddur. Líkt og margir aðrir karlar í lestinni. Svo grunlaus og gleiður að gengið var á fótapláss beggja sessunauta. Þessi elska. Plássfrekir karlar eru þekkt vandamál í fjölmörgum lestarkerfum. Þeir taka það pláss sem þeir vilja. Sitt eigið og annarra. Það er ekki illa meint. Það er ekki yfirlagður yfirgangur. Það er hugsunarlaus hegðun. Konum er gjarnan sagt að taka meira pláss. Ekki bara í lestarkerfum heldur samfélaginu öllu. Þannig er unnið gegn síendurteknum skilaboðum um stilltu stúlkuna. Hógværu prúðu stelpuna. Dömuna. Kvenmanninn sem tekur ekki pláss. Sex ára frænka vill styttra hár. Það þykir sumum óheppilegt. Stúlkan sé sæt síðhærð. Vissulega er hún guðdómlega fögur. En aðallega er hún greind og góðhjörtuð. Hún hefur líka kjark til að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Það er ekki hennar hlutverk að vera sæt. Það er ekki hennar hlutverk að taka lítið pláss. Hún skal nota allt sitt pláss. Vera það sem hún ákveður að vera. Velja sitt hlutverk. Gjarnan er rætt um pláss. Mikið pláss og lítið pláss. Mikilvægi þess að taka pláss. Fullnýta eigið svigrúm. Stækka og blómstra. En förum varlega. Troðum ekki á annarra tám. Tökum ekki annarra pláss. Því ef rétt er með farið, er nóg pláss fyrir alla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Mest lesið Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
„Þú ert grannur maður. Hví tekur þú svo mikið pláss?“ Hún var kurteis en ákveðin. Við sátum í neðanjarðarlest. Sæti af skornum skammti. Hann sat útbreiddur og gleiður. Hrútbreiddur. Líkt og margir aðrir karlar í lestinni. Svo grunlaus og gleiður að gengið var á fótapláss beggja sessunauta. Þessi elska. Plássfrekir karlar eru þekkt vandamál í fjölmörgum lestarkerfum. Þeir taka það pláss sem þeir vilja. Sitt eigið og annarra. Það er ekki illa meint. Það er ekki yfirlagður yfirgangur. Það er hugsunarlaus hegðun. Konum er gjarnan sagt að taka meira pláss. Ekki bara í lestarkerfum heldur samfélaginu öllu. Þannig er unnið gegn síendurteknum skilaboðum um stilltu stúlkuna. Hógværu prúðu stelpuna. Dömuna. Kvenmanninn sem tekur ekki pláss. Sex ára frænka vill styttra hár. Það þykir sumum óheppilegt. Stúlkan sé sæt síðhærð. Vissulega er hún guðdómlega fögur. En aðallega er hún greind og góðhjörtuð. Hún hefur líka kjark til að taka sjálfstæðar ákvarðanir. Það er ekki hennar hlutverk að vera sæt. Það er ekki hennar hlutverk að taka lítið pláss. Hún skal nota allt sitt pláss. Vera það sem hún ákveður að vera. Velja sitt hlutverk. Gjarnan er rætt um pláss. Mikið pláss og lítið pláss. Mikilvægi þess að taka pláss. Fullnýta eigið svigrúm. Stækka og blómstra. En förum varlega. Troðum ekki á annarra tám. Tökum ekki annarra pláss. Því ef rétt er með farið, er nóg pláss fyrir alla.
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir Skoðun