Fín veiði í Úlfljótsvatni Karl Lúðvíksson skrifar 5. júlí 2017 09:00 Flott veiði úr Úlfljótsvatni fyrir fáum dögum. Mynd: Sigurður Karlsson/Veiðikortið Úlfljótsvatn kemur inn á svipuðum tíma og Þingvallavatn en er af einhverjum sökum mun minna stundað. Veiðin þar er nefnilega oft ansi góð þegar aðstæður eru réttar eins og á við í öllum vötnum en það virðist vera nóg af bleikju í vatninu. Þarna má líka setja í væna urriða sem komast kannski ekki alveg í stærðina sem við þekkjum af þeim stærstu í Þingvallavatni en sumir þeirra eru ekkert langt frá því. Á hverju sumri veiðast urriðar í vatninu sem eru 10-14 pund en það er eins og með urriðann í Þingvallavatni, hann virðist taka best fyrst á vorinn. Bleikjuveiðin hefur verið fín hjá þeim sem hafa lagt leið sína í Úlfljótsvatn síðustu daga og bleikjan sem veiðist í vatninu er feit og falleg. Mesta veiðin virðist vera á vesturbakkanum en hann er líka mun meira stundaður. Það eru engu að síður yfirleitt ekki margir að veiða í þessu annars skemmtilega vatni og við hvetjum þá sem búa í nágrenni þess að gefa því gaum á góðum degi. Morgnar og kvöld gefa best eins og oft vill vera með silungsvötn. Mest lesið Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Umsóknarfrestur SVFR rennur út í kvöld Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Veiddi betur meðan bókin súrraði í kolli hans Veiði Vilja að skotveiðimenn hafi raunveruleg áhrif Veiði Fréttir úr Krossá á Bitru Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni Veiði Framtíð veiðistjórnunar á Íslandi - tillögur Skotvís Veiði
Úlfljótsvatn kemur inn á svipuðum tíma og Þingvallavatn en er af einhverjum sökum mun minna stundað. Veiðin þar er nefnilega oft ansi góð þegar aðstæður eru réttar eins og á við í öllum vötnum en það virðist vera nóg af bleikju í vatninu. Þarna má líka setja í væna urriða sem komast kannski ekki alveg í stærðina sem við þekkjum af þeim stærstu í Þingvallavatni en sumir þeirra eru ekkert langt frá því. Á hverju sumri veiðast urriðar í vatninu sem eru 10-14 pund en það er eins og með urriðann í Þingvallavatni, hann virðist taka best fyrst á vorinn. Bleikjuveiðin hefur verið fín hjá þeim sem hafa lagt leið sína í Úlfljótsvatn síðustu daga og bleikjan sem veiðist í vatninu er feit og falleg. Mesta veiðin virðist vera á vesturbakkanum en hann er líka mun meira stundaður. Það eru engu að síður yfirleitt ekki margir að veiða í þessu annars skemmtilega vatni og við hvetjum þá sem búa í nágrenni þess að gefa því gaum á góðum degi. Morgnar og kvöld gefa best eins og oft vill vera með silungsvötn.
Mest lesið Góð veiði í Breiðdalsá og Jökla að fara í gang Veiði Tilkynning frá SVFR vegna Hítará Veiði Umsóknarfrestur SVFR rennur út í kvöld Veiði Kreistu tvo laxa upp úr Krossá í Bitru Veiði Erlendir veiðimenn uggandi yfir líklegu eldgosi Veiði Veiddi betur meðan bókin súrraði í kolli hans Veiði Vilja að skotveiðimenn hafi raunveruleg áhrif Veiði Fréttir úr Krossá á Bitru Veiði Iron Fly hnýtingarkeppni Veiði Framtíð veiðistjórnunar á Íslandi - tillögur Skotvís Veiði