Fín veiði í Úlfljótsvatni Karl Lúðvíksson skrifar 5. júlí 2017 09:00 Flott veiði úr Úlfljótsvatni fyrir fáum dögum. Mynd: Sigurður Karlsson/Veiðikortið Úlfljótsvatn kemur inn á svipuðum tíma og Þingvallavatn en er af einhverjum sökum mun minna stundað. Veiðin þar er nefnilega oft ansi góð þegar aðstæður eru réttar eins og á við í öllum vötnum en það virðist vera nóg af bleikju í vatninu. Þarna má líka setja í væna urriða sem komast kannski ekki alveg í stærðina sem við þekkjum af þeim stærstu í Þingvallavatni en sumir þeirra eru ekkert langt frá því. Á hverju sumri veiðast urriðar í vatninu sem eru 10-14 pund en það er eins og með urriðann í Þingvallavatni, hann virðist taka best fyrst á vorinn. Bleikjuveiðin hefur verið fín hjá þeim sem hafa lagt leið sína í Úlfljótsvatn síðustu daga og bleikjan sem veiðist í vatninu er feit og falleg. Mesta veiðin virðist vera á vesturbakkanum en hann er líka mun meira stundaður. Það eru engu að síður yfirleitt ekki margir að veiða í þessu annars skemmtilega vatni og við hvetjum þá sem búa í nágrenni þess að gefa því gaum á góðum degi. Morgnar og kvöld gefa best eins og oft vill vera með silungsvötn. Mest lesið Þrír mánuðir til stefnu Veiði Margar skytturnar í góðri veiði í morgun Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði Svona losar þú veiðikróka úr húðinni Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Boltar í Baugstaðarós Veiði Góð veiði á svæðum SVFK Veiði
Úlfljótsvatn kemur inn á svipuðum tíma og Þingvallavatn en er af einhverjum sökum mun minna stundað. Veiðin þar er nefnilega oft ansi góð þegar aðstæður eru réttar eins og á við í öllum vötnum en það virðist vera nóg af bleikju í vatninu. Þarna má líka setja í væna urriða sem komast kannski ekki alveg í stærðina sem við þekkjum af þeim stærstu í Þingvallavatni en sumir þeirra eru ekkert langt frá því. Á hverju sumri veiðast urriðar í vatninu sem eru 10-14 pund en það er eins og með urriðann í Þingvallavatni, hann virðist taka best fyrst á vorinn. Bleikjuveiðin hefur verið fín hjá þeim sem hafa lagt leið sína í Úlfljótsvatn síðustu daga og bleikjan sem veiðist í vatninu er feit og falleg. Mesta veiðin virðist vera á vesturbakkanum en hann er líka mun meira stundaður. Það eru engu að síður yfirleitt ekki margir að veiða í þessu annars skemmtilega vatni og við hvetjum þá sem búa í nágrenni þess að gefa því gaum á góðum degi. Morgnar og kvöld gefa best eins og oft vill vera með silungsvötn.
Mest lesið Þrír mánuðir til stefnu Veiði Margar skytturnar í góðri veiði í morgun Veiði Lúxusveiði í verðlaun í myndagetraun Veiði Eitt gott ráð fyrir síðsumars laxveiði Veiði "Afspyrnu slakt" Veiði Síðustu fjögur holl fóru öll yfir 100 laxa Veiði Svona losar þú veiðikróka úr húðinni Veiði Vatnaveiðin með líflegasta móti Veiði Boltar í Baugstaðarós Veiði Góð veiði á svæðum SVFK Veiði