Handbolti

Ómar með fullkomna vítanýtingu á HM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ómar Ingi skorar úr vítakasti án þess að Thierry Omeyer komi vörnum við.
Ómar Ingi skorar úr vítakasti án þess að Thierry Omeyer komi vörnum við. vísir/getty
Ómar Ingi Magnússon þreytti frumraun sína á stórmóti á HM í Frakklandi sem nú stendur yfir.

Ómar Ingi, sem er 19 ára gamall, kom nokkuð við sögu á HM og tók m.a. við hlutverki vítaskyttu íslenska liðsins eftir fyrstu tvo leikina.

Ómar Ingi sýndi gríðarlegt öryggi á vítalínunni og nýtti öll átta vítin sem hann tók á HM. Selfyssingurinn skoraði m.a. af öryggi framhjá Thierry Omeyer í leiknum gegn Frökkum á laugardaginn. Raunar á Ómar Ingi enn eftir að klúðra víti í A-landsleik.

Af þeim leikmönnum sem hafa tekið átta víti eða fleiri á HM er aðeins einn annar með 100% nýtingu. Það er Svíinn Niclas Ekberg sem hefur skorað úr öllum 12 vítunum sem hann hefur tekið.

Ómar Ingi er þaulvanur að taka víti, bæði hjá sínu félagsliði og í yngri landsliðunum.

Á HM U-19 ára liða í Rússlandi fyrir tveimur árum, þar sem Ísland lenti í 3. sæti, nýtti Ómar Ingi t.a.m. 26 af þeim 28 vítum sem hann tók.

Þá hefur hann skorað 30 mörk úr vítum í 36 tilraunum með Århus í dönsku úrvalsdeildinni í vetur.


Tengdar fréttir

HM gefur okkur von um bjartari tíma

Strákarnir okkar sýndu ítrekað á HM að þeir hafa fulla burði til að vera samkeppnishæfir áfram þó svo gullkynslóðin sé að hverfa af sviðinu. Mörg jákvæð skref til framtíðar voru stigin í Frakklandi og á því mun landsliðið græða til lengri tíma. Margir leikmenn stimpluðu sig inn í liðið.

Þetta eru ofboðslega flottir drengir

Þó svo landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson sé svekktur að vera á leið heim þá er hann mjög ánægður með margt hjá íslenska liðinu á HM. Hann lítur björtum augum til framtíðarinnar með drengjum sem hann er afar stoltur af. Breiddin í landsliðinu er orðin meiri.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.