Þrjátíu ár á milli auglýsinga og mæðgurnar eru alveg eins Ritstjórn skrifar 20. desember 2017 20:00 Richard Avedon/Steven Meisel Fyrirsætan Kaia Gerber hefur orðið mjög áberandi þetta árið, þar sem hún steig hratt fram á sjónarsviðið og gekk á helstu tískupöllum og var í helstu herferðum ársins. Kaia Gerber hefur útlitið og hæfileikana ekki langt að sækja, en móðir hennar er ofurfyrirsætan Cindy Crawford. Kaia er nú hluti af Versace herferð og voru myndirnar birtar í dag. Það verður að segja að hún líkist móður sinni ansi mikið þegar við berum saman auglýsingu sem Cindy lék í fyrir þrjátíu árum síðan, árið 1987, fyrir Gianni Versace. Kaia hefur greinilega fengið fyrirsæturáð hjá móður sinni, þar sem pósan er nánast sú sama, lítið opinn munnur og lyfting í augabrúnum. Við eigum eftir að sjá meira frá Kaia á næsta ári, það skulum við vera viss um! Kaia Gerber fyrir Versace. Mynd: Steven MeiselCindy Crawford fyrir Gianni Versace. Mynd: Richard Avedon. Mest lesið Adidas hefur selt yfir 50 milljón pör af Stan Smith skóm Glamour Blake Lively og Ryan Reynolds eignast sitt annað barn Glamour Fatalína Magneu fyrir Club Monaco vekur mikla athygli Glamour Unga fólkið tekur yfir tískupallinn hjá Dolce & Gabbana Glamour Flip flop skór með hæl Glamour Fyrsta forsíða ítalska Vogue eftir andlát Franca Sozzani Glamour Fáum innblástur frá Frökkunum Glamour Margot Robbie stelur sviðsljósinu með flottum klæðaburði Glamour Rihanna gefur út línu af snyrtivörum Glamour Vogue tekur myndir á Seyðisfirði Glamour
Fyrirsætan Kaia Gerber hefur orðið mjög áberandi þetta árið, þar sem hún steig hratt fram á sjónarsviðið og gekk á helstu tískupöllum og var í helstu herferðum ársins. Kaia Gerber hefur útlitið og hæfileikana ekki langt að sækja, en móðir hennar er ofurfyrirsætan Cindy Crawford. Kaia er nú hluti af Versace herferð og voru myndirnar birtar í dag. Það verður að segja að hún líkist móður sinni ansi mikið þegar við berum saman auglýsingu sem Cindy lék í fyrir þrjátíu árum síðan, árið 1987, fyrir Gianni Versace. Kaia hefur greinilega fengið fyrirsæturáð hjá móður sinni, þar sem pósan er nánast sú sama, lítið opinn munnur og lyfting í augabrúnum. Við eigum eftir að sjá meira frá Kaia á næsta ári, það skulum við vera viss um! Kaia Gerber fyrir Versace. Mynd: Steven MeiselCindy Crawford fyrir Gianni Versace. Mynd: Richard Avedon.
Mest lesið Adidas hefur selt yfir 50 milljón pör af Stan Smith skóm Glamour Blake Lively og Ryan Reynolds eignast sitt annað barn Glamour Fatalína Magneu fyrir Club Monaco vekur mikla athygli Glamour Unga fólkið tekur yfir tískupallinn hjá Dolce & Gabbana Glamour Flip flop skór með hæl Glamour Fyrsta forsíða ítalska Vogue eftir andlát Franca Sozzani Glamour Fáum innblástur frá Frökkunum Glamour Margot Robbie stelur sviðsljósinu með flottum klæðaburði Glamour Rihanna gefur út línu af snyrtivörum Glamour Vogue tekur myndir á Seyðisfirði Glamour