Eyðilögðu sigurpartí KR-inga Henry Birgir Gunnarsson skrifar 25. apríl 2017 06:00 Grindvíkingar börðust fyrir sigri gegn KR-ingum í DHL-höllinni í gær og þvinguðu fram fjórða leikinn á sínum heimavelli á fimmtudaginn. vísir/eyþór Kampavínið var í kæli, meistarabolir í felum undir rjáfri og fjöldi KR-inga var mættur í Vesturbæinn til þess að fagna. Þeir voru mættir í partí og það var leit að þeim mönnum sem höfðu trú á Grindvíkingum í Vesturbænum í gær. Þeir voru allir í búningsklefa Grindavíkur. Grindvíkingar mættu með kassann út í loftið og tóku strax frumkvæðið í leiknum. Það er skemmst frá því að segja að þeir létu það forskot aldrei af hendi. Mest náðu Grindvíkingar 19 stiga forskoti í leiknum. KR kom til baka í fjórða leikhluta og héldu margir að þeir myndu brotna. Það gerði Grindavíkurliðið ekki. Taugarnar héldu og þeir innbyrtu sætan sigur, 86-91. 2-1 fyrir KR en staðan gæti verið 2-1 fyrir Grindavík ef liðið hefði ekki kastað síðasta heimaleik frá sér. Það er því augljóslega allt of snemmt að afskrifa þetta stórskemmtilega Grindavíkurlið. „Við erum mjög stoltir. Þetta var glæsilegt. Það var baráttuvilji og hvernig við náðum að halda skipulagi sem skóp þennan sigur hjá okkur,“ sagði Þorleifur Ólafsson, ein af hetjum Grindavíkur í gær en sigurinn var tæpur í lokin eftir flotta endurkomu hjá KR. „Við vorum eiginlega að bíða eftir þessari endurkomu. Þetta er hörkulið og það er ekki séns að vinna KR með 20 eða 30 stigum. Við stóðumst áhlaupið sem betur fer en ég óttaðist samt í lokin að við færum í eitthvað bull. Að við myndum halda að þetta væri komið og ég einbeitti mér að því að halda mönnum á tánum. Það hafði enginn trú á okkur en við misstum aldrei trúna. Við erum að hafa gaman af þessu og reyna að fara upp á þeirra plan. Vera betra körfuboltalið. Gleðin dugði okkur gegn Stjörnunni og nú erum við að bæta okkar leik meira.“ Bróðir Þorleifs og þjálfari Grindavíkur, Jóhann Þór Ólafsson, var afar stoltur af sínu liði í leikslok en fagnaði þó ekki of mikið. „Á föstudaginn vorum við hörkugóðir en hentum leiknum frá okkur. Við vorum meðvitaðir um það og á því að ef við spilum eins vel og við erum sáttir við þá getum við keppt við þetta KR-lið. Við trúðum því. Vorum með plan og trúðum á það líka. Það skóp þennan sigur,“ segir þjálfarinn en hann var eðlilega ánægður með að taugar hans manna skildu halda í lokafjórðungnum. „Við vorum flottir í vörninni á lokamínútunum er við þurftum að fá stopp. Það er ég ofboðslega ánægður með. Ég óttaðist ekki að við værum að brotna enda hef ég fulla trú á þessum drengjum. Við erum góðir í því sem við erum að gera og gegn frábæru liði. Þetta var stærsta sviðið hér fyrir framan stútfulla höll í kvöld og við vildum njóta í botn. Við hugsum bara um einn leik í einu og ég sé þig vonandi hérna aftur á sunnudaginn,“ sagði Jóhann Þór sposkur og glotti við tönn. Dominos-deild karla Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira
Kampavínið var í kæli, meistarabolir í felum undir rjáfri og fjöldi KR-inga var mættur í Vesturbæinn til þess að fagna. Þeir voru mættir í partí og það var leit að þeim mönnum sem höfðu trú á Grindvíkingum í Vesturbænum í gær. Þeir voru allir í búningsklefa Grindavíkur. Grindvíkingar mættu með kassann út í loftið og tóku strax frumkvæðið í leiknum. Það er skemmst frá því að segja að þeir létu það forskot aldrei af hendi. Mest náðu Grindvíkingar 19 stiga forskoti í leiknum. KR kom til baka í fjórða leikhluta og héldu margir að þeir myndu brotna. Það gerði Grindavíkurliðið ekki. Taugarnar héldu og þeir innbyrtu sætan sigur, 86-91. 2-1 fyrir KR en staðan gæti verið 2-1 fyrir Grindavík ef liðið hefði ekki kastað síðasta heimaleik frá sér. Það er því augljóslega allt of snemmt að afskrifa þetta stórskemmtilega Grindavíkurlið. „Við erum mjög stoltir. Þetta var glæsilegt. Það var baráttuvilji og hvernig við náðum að halda skipulagi sem skóp þennan sigur hjá okkur,“ sagði Þorleifur Ólafsson, ein af hetjum Grindavíkur í gær en sigurinn var tæpur í lokin eftir flotta endurkomu hjá KR. „Við vorum eiginlega að bíða eftir þessari endurkomu. Þetta er hörkulið og það er ekki séns að vinna KR með 20 eða 30 stigum. Við stóðumst áhlaupið sem betur fer en ég óttaðist samt í lokin að við færum í eitthvað bull. Að við myndum halda að þetta væri komið og ég einbeitti mér að því að halda mönnum á tánum. Það hafði enginn trú á okkur en við misstum aldrei trúna. Við erum að hafa gaman af þessu og reyna að fara upp á þeirra plan. Vera betra körfuboltalið. Gleðin dugði okkur gegn Stjörnunni og nú erum við að bæta okkar leik meira.“ Bróðir Þorleifs og þjálfari Grindavíkur, Jóhann Þór Ólafsson, var afar stoltur af sínu liði í leikslok en fagnaði þó ekki of mikið. „Á föstudaginn vorum við hörkugóðir en hentum leiknum frá okkur. Við vorum meðvitaðir um það og á því að ef við spilum eins vel og við erum sáttir við þá getum við keppt við þetta KR-lið. Við trúðum því. Vorum með plan og trúðum á það líka. Það skóp þennan sigur,“ segir þjálfarinn en hann var eðlilega ánægður með að taugar hans manna skildu halda í lokafjórðungnum. „Við vorum flottir í vörninni á lokamínútunum er við þurftum að fá stopp. Það er ég ofboðslega ánægður með. Ég óttaðist ekki að við værum að brotna enda hef ég fulla trú á þessum drengjum. Við erum góðir í því sem við erum að gera og gegn frábæru liði. Þetta var stærsta sviðið hér fyrir framan stútfulla höll í kvöld og við vildum njóta í botn. Við hugsum bara um einn leik í einu og ég sé þig vonandi hérna aftur á sunnudaginn,“ sagði Jóhann Þór sposkur og glotti við tönn.
Dominos-deild karla Mest lesið Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu Handbolti Holur hljómur í gagnrýni Dana á Guðmund eftir ákvörðun dagsins Handbolti Elvar kemur inn fyrir Elvar Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Fyrsta Evróputap Stólanna í Síkinu Fjórði sigur Haukakvenna í röð KR - Valur 66-77 | Valur komst upp fyrir KR eftir sigur í rimmu liðanna Martin stoðsendingahæstur í Evrópusigri Tímabilið búið hjá Butler Aldrei hlegið jafnmikið og við að horfa á Nablann Bað um að fara frá Keflavík Risaleikir í undanúrslitum bikarsins Justin James aftur á Álftanesið Blóðugt tap gegn Börsungum Fá martraðir um Tryggva eftir leik kvöldsins Martin framlagshæstur í sigri Alba Berlin Elvar öflugur í mikilvægum sigri Segir ekkert til í því að Justin James sé á leið á Krókinn Uppgjörið: Njarðvík - ÍA 84-71| Langþráður sigur Njarðvíkur skilur ÍA eftir í slæmum málum Uppgjörið: Grindavík - Álftanes 83-78 | Sigurganga toppliðsins heldur áfram eftir mikla spennu Stjörnuleikmaður fékk borgaðar tugi milljóna fyrir að spila illa „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Sjá meira