Hugsanaflutningur mögulegur fyrr en okkur grunar Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. júlí 2017 11:23 Skýringarmyndir Openwater eru eins og úr vísindaskáldskap. Openwater Ímyndaðu þér að hugsanaflutningur væri raunverulegur. Þú gætir til að mynda flutt hugsanir þínar í tölvu eða til annarrar manneskju - með hugsuninni einni saman. Stofnandi fyrirtækisins Openwater, Mary Lou Jepsen, segir að fólk þurfi ekki að bíða í meira en 8 ár áður en þetta verði orðið að veruleika. Jepsen en sprenglærð og á langan feril í tæknigeiranum. Hún hefur til að mynda starfað fyrir Facebook, sýndarveruleikafyrirtækið Oculus, Google og Intel. Þá hefur hún einnig kennt í MIT og er eigandi rúmlega 100 einkaleyfa. Hún sagði skilið við Facebook árið 2016 til að stofna Openwater. Markmið fyrirtækisins er að draga úr kostnaði við hverskyns myndatökur í heilbrigðiskerfinu. „Við komumst í stuttu máli að því hvernig hægt væri að setja tæknina að baki segulómun - sem alla jafna er bundin við tæki sem kostar milljónir dala - inn í húfu, sagði Jepsen í samtali við CNBC en hún vinnur nú að frumgerð tækninnar.Mary Lou Jepsen á langan feril í tæknigeiranum að baki.Vísir/gettyEn hvað hefur það með hugsanalestur að gera? Jepsen útskýrir að segulómunartæknin getur nú þegar lesið hugsanir þínar. „Ef ég setti þig í segulómtæki núna gæti ég sagði þér hvað þú værir að fara að segja, hvaða myndir þú sæir fyrir þér og hvaða tónlist þú værir að hugsa um,“ segir Jepsen. „Þetta er tæknin í dag og ég er að smækka hana.“ Hún segir að markmiði sé að tæknin, sem komið hefur verið fyrir í húfunni, geti einn daginn bæði lesið okkar eigin hugsanir, sem og hugsanir annarra. Draumurinn sé að hægt verði síðan flytja þessar hugsanir á milli. Ef draumur hennar verður að veruleika má gera ráð fyrir því að þegar hægt verði að deila hugmyndum og hugsunum á ógnarhraða muni það flýta öllu ferlinu á bakvið sköpun, lærdóm og samskipti. Það taki sinn tíma í dag að deila hugmyndum, hvort sem það er skriflega eða með öðrum samskiptum. Hugsanaflutningur er hins vegar tafarlaus. Nánar má fræðast um rannsóknir Jepsen á vef CNBC. Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Ímyndaðu þér að hugsanaflutningur væri raunverulegur. Þú gætir til að mynda flutt hugsanir þínar í tölvu eða til annarrar manneskju - með hugsuninni einni saman. Stofnandi fyrirtækisins Openwater, Mary Lou Jepsen, segir að fólk þurfi ekki að bíða í meira en 8 ár áður en þetta verði orðið að veruleika. Jepsen en sprenglærð og á langan feril í tæknigeiranum. Hún hefur til að mynda starfað fyrir Facebook, sýndarveruleikafyrirtækið Oculus, Google og Intel. Þá hefur hún einnig kennt í MIT og er eigandi rúmlega 100 einkaleyfa. Hún sagði skilið við Facebook árið 2016 til að stofna Openwater. Markmið fyrirtækisins er að draga úr kostnaði við hverskyns myndatökur í heilbrigðiskerfinu. „Við komumst í stuttu máli að því hvernig hægt væri að setja tæknina að baki segulómun - sem alla jafna er bundin við tæki sem kostar milljónir dala - inn í húfu, sagði Jepsen í samtali við CNBC en hún vinnur nú að frumgerð tækninnar.Mary Lou Jepsen á langan feril í tæknigeiranum að baki.Vísir/gettyEn hvað hefur það með hugsanalestur að gera? Jepsen útskýrir að segulómunartæknin getur nú þegar lesið hugsanir þínar. „Ef ég setti þig í segulómtæki núna gæti ég sagði þér hvað þú værir að fara að segja, hvaða myndir þú sæir fyrir þér og hvaða tónlist þú værir að hugsa um,“ segir Jepsen. „Þetta er tæknin í dag og ég er að smækka hana.“ Hún segir að markmiði sé að tæknin, sem komið hefur verið fyrir í húfunni, geti einn daginn bæði lesið okkar eigin hugsanir, sem og hugsanir annarra. Draumurinn sé að hægt verði síðan flytja þessar hugsanir á milli. Ef draumur hennar verður að veruleika má gera ráð fyrir því að þegar hægt verði að deila hugmyndum og hugsunum á ógnarhraða muni það flýta öllu ferlinu á bakvið sköpun, lærdóm og samskipti. Það taki sinn tíma í dag að deila hugmyndum, hvort sem það er skriflega eða með öðrum samskiptum. Hugsanaflutningur er hins vegar tafarlaus. Nánar má fræðast um rannsóknir Jepsen á vef CNBC.
Mest lesið Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Hætta með spilakassa á Ölveri Viðskipti innlent Vara við „Lafufu“ Viðskipti erlent Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Viðskipti innlent Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Viðskipti innlent Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent