Smekklegir gestir á Hönnunarverðlaunum Íslands Ritstjórn skrifar 7. október 2016 12:30 Afhending Hönnunarverðlauna Íslands fóru fram með pompi og pragt í gær í Safnahúsinu. Íslenska merkið As We Grow hlaut Hönnunarverðlaun Íslands og hlutu 1 milljón króna peningaverðlaun sem Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhenti. Í umsögn dómnefndar segir: „As We Grow byggir á ábyrgum umhverfissjónarmiðum og afstöðu gagnvart líftíma og endingu framleiðsluvöru á tímum ofgnóttar. Tímalaus einfaldleiki hönnunar og einstök gæði vöru hafa ásamt samfélagslegri ábyrgð og metnaðarfullri stefnu í umhverfismálum skapað fyrirtækinu sérstöðu heima og heiman.“Geysir hlaut síðan sérstaka viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun á árinu en hún er veitt fyrirtæki sem hefur hönnun eða arkitektúr að leiðarljósi frá upphafi verka til að auka verðmætasköpun og samkeppnishæfi. Fjölmargir voru viðstaddir verðlaunaafhendinguna enda einskonar uppskeruhátíð hönnunargeirans hér á landi og Stefán Karlsson fór og smellti myndum fyrir Glamour. Kolbrún Halldórsdóttir, Fríða Björk Ingvarsdóttir, Katrín Káradóttir og Bryndís Björgvinsdóttir. Myndir/Stefán Karlsson Mest lesið Tískuheimurinn titrar vegna ásakana á hendur stjörnuljósmyndara Glamour Saumaði skilaboð í kjólinn sinn Glamour Hármyndband: Fermingarkrullur en samt ekki Glamour Vinna best saman í liði Glamour H&M opnar 430 nýjar búðir á árinu Glamour Jennifer Lawrence afslöppuð í nýrri herferð Dior Glamour Raf Simons endurhannar Calvin Klein merkið Glamour Stranger Things stjörnur prýða forsíðu Dazed Glamour Úr frönskum slaufum í íslensku ullina Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour
Afhending Hönnunarverðlauna Íslands fóru fram með pompi og pragt í gær í Safnahúsinu. Íslenska merkið As We Grow hlaut Hönnunarverðlaun Íslands og hlutu 1 milljón króna peningaverðlaun sem Ragnheiði Elínu Árnadóttur, iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhenti. Í umsögn dómnefndar segir: „As We Grow byggir á ábyrgum umhverfissjónarmiðum og afstöðu gagnvart líftíma og endingu framleiðsluvöru á tímum ofgnóttar. Tímalaus einfaldleiki hönnunar og einstök gæði vöru hafa ásamt samfélagslegri ábyrgð og metnaðarfullri stefnu í umhverfismálum skapað fyrirtækinu sérstöðu heima og heiman.“Geysir hlaut síðan sérstaka viðurkenningu fyrir bestu fjárfestingu í hönnun á árinu en hún er veitt fyrirtæki sem hefur hönnun eða arkitektúr að leiðarljósi frá upphafi verka til að auka verðmætasköpun og samkeppnishæfi. Fjölmargir voru viðstaddir verðlaunaafhendinguna enda einskonar uppskeruhátíð hönnunargeirans hér á landi og Stefán Karlsson fór og smellti myndum fyrir Glamour. Kolbrún Halldórsdóttir, Fríða Björk Ingvarsdóttir, Katrín Káradóttir og Bryndís Björgvinsdóttir. Myndir/Stefán Karlsson
Mest lesið Tískuheimurinn titrar vegna ásakana á hendur stjörnuljósmyndara Glamour Saumaði skilaboð í kjólinn sinn Glamour Hármyndband: Fermingarkrullur en samt ekki Glamour Vinna best saman í liði Glamour H&M opnar 430 nýjar búðir á árinu Glamour Jennifer Lawrence afslöppuð í nýrri herferð Dior Glamour Raf Simons endurhannar Calvin Klein merkið Glamour Stranger Things stjörnur prýða forsíðu Dazed Glamour Úr frönskum slaufum í íslensku ullina Glamour Að verða móðir gjörbreytir lífinu og sjálfsmyndinni Glamour