Skemmtum okkur fallega Hildur Björnsdóttir skrifar 29. júlí 2016 11:29 Stórkostlega amma mín, sem á nú á sjöunda tug afkomenda, hefur um áratuga skeið notað tiltekna kveðju. Mjög gjarnan þegar einhver heldur á vit skemmtanahalds kveður hún með sömu orðum: ,,Skemmtið ykkur fallega.“ Í aðdraganda verslunarmannahelgar verður umræða um kynferðisbrot gjarnan hávær. Enda tilefni til. Nauðganir hafa oft verið álitnar óhjákvæmileg aukaverkun útihátíða. Því er gjarnan fagnað ef „aðeins ein/n“ hefur tilkynnt brot. Eins og það sé ekki einum of mikið. Þá er einungis tekið mið af þeim þolendum sem tilkynna brot – ekki þeim sem veigra sér við að leita réttlætis af ótta við skömm – skömm sem auðvitað hefur heimilisfesti annars staðar. Það skal áréttað að kynferðisbrot tengjast skemmtanahaldi ekki órjúfanlegum böndum. Þau eru ekki einhvers konar meðlæti með útihátíðum. Þau eru ekki grænkálið sem við neyðumst til að borða með steikinni. Eigi þær sér stað eru tilfellin aldrei fá. Þau eru alltaf of mörg – alveg sama hversu mörg þau eru. Það skiptir ekki máli hvernig manneskjan er klædd. Það skiptir ekki máli hve mjög hún er ölvuð. Það breytir engu þótt hún daðri. Það þarf samþykki. Það þarf gegnumgangandi endurtekið samþykki. Því án samþykkis er það nauðgun – og það vill enginn verða fyrir nauðgun. Það vill enginn vera nauðgari. Nú erum við flest að spila úr fyrstu spilunum í upphafi stærstu ferðahelgar ársins. Það er ástæða til að vanda sig. Pössum upp á okkur. Pössum upp á náungann. Fáum samþykki. Skemmtum okkur fallega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun
Stórkostlega amma mín, sem á nú á sjöunda tug afkomenda, hefur um áratuga skeið notað tiltekna kveðju. Mjög gjarnan þegar einhver heldur á vit skemmtanahalds kveður hún með sömu orðum: ,,Skemmtið ykkur fallega.“ Í aðdraganda verslunarmannahelgar verður umræða um kynferðisbrot gjarnan hávær. Enda tilefni til. Nauðganir hafa oft verið álitnar óhjákvæmileg aukaverkun útihátíða. Því er gjarnan fagnað ef „aðeins ein/n“ hefur tilkynnt brot. Eins og það sé ekki einum of mikið. Þá er einungis tekið mið af þeim þolendum sem tilkynna brot – ekki þeim sem veigra sér við að leita réttlætis af ótta við skömm – skömm sem auðvitað hefur heimilisfesti annars staðar. Það skal áréttað að kynferðisbrot tengjast skemmtanahaldi ekki órjúfanlegum böndum. Þau eru ekki einhvers konar meðlæti með útihátíðum. Þau eru ekki grænkálið sem við neyðumst til að borða með steikinni. Eigi þær sér stað eru tilfellin aldrei fá. Þau eru alltaf of mörg – alveg sama hversu mörg þau eru. Það skiptir ekki máli hvernig manneskjan er klædd. Það skiptir ekki máli hve mjög hún er ölvuð. Það breytir engu þótt hún daðri. Það þarf samþykki. Það þarf gegnumgangandi endurtekið samþykki. Því án samþykkis er það nauðgun – og það vill enginn verða fyrir nauðgun. Það vill enginn vera nauðgari. Nú erum við flest að spila úr fyrstu spilunum í upphafi stærstu ferðahelgar ársins. Það er ástæða til að vanda sig. Pössum upp á okkur. Pössum upp á náungann. Fáum samþykki. Skemmtum okkur fallega.