Skemmtum okkur fallega Hildur Björnsdóttir skrifar 29. júlí 2016 11:29 Stórkostlega amma mín, sem á nú á sjöunda tug afkomenda, hefur um áratuga skeið notað tiltekna kveðju. Mjög gjarnan þegar einhver heldur á vit skemmtanahalds kveður hún með sömu orðum: ,,Skemmtið ykkur fallega.“ Í aðdraganda verslunarmannahelgar verður umræða um kynferðisbrot gjarnan hávær. Enda tilefni til. Nauðganir hafa oft verið álitnar óhjákvæmileg aukaverkun útihátíða. Því er gjarnan fagnað ef „aðeins ein/n“ hefur tilkynnt brot. Eins og það sé ekki einum of mikið. Þá er einungis tekið mið af þeim þolendum sem tilkynna brot – ekki þeim sem veigra sér við að leita réttlætis af ótta við skömm – skömm sem auðvitað hefur heimilisfesti annars staðar. Það skal áréttað að kynferðisbrot tengjast skemmtanahaldi ekki órjúfanlegum böndum. Þau eru ekki einhvers konar meðlæti með útihátíðum. Þau eru ekki grænkálið sem við neyðumst til að borða með steikinni. Eigi þær sér stað eru tilfellin aldrei fá. Þau eru alltaf of mörg – alveg sama hversu mörg þau eru. Það skiptir ekki máli hvernig manneskjan er klædd. Það skiptir ekki máli hve mjög hún er ölvuð. Það breytir engu þótt hún daðri. Það þarf samþykki. Það þarf gegnumgangandi endurtekið samþykki. Því án samþykkis er það nauðgun – og það vill enginn verða fyrir nauðgun. Það vill enginn vera nauðgari. Nú erum við flest að spila úr fyrstu spilunum í upphafi stærstu ferðahelgar ársins. Það er ástæða til að vanda sig. Pössum upp á okkur. Pössum upp á náungann. Fáum samþykki. Skemmtum okkur fallega. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hildur Björnsdóttir Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir Skoðun
Stórkostlega amma mín, sem á nú á sjöunda tug afkomenda, hefur um áratuga skeið notað tiltekna kveðju. Mjög gjarnan þegar einhver heldur á vit skemmtanahalds kveður hún með sömu orðum: ,,Skemmtið ykkur fallega.“ Í aðdraganda verslunarmannahelgar verður umræða um kynferðisbrot gjarnan hávær. Enda tilefni til. Nauðganir hafa oft verið álitnar óhjákvæmileg aukaverkun útihátíða. Því er gjarnan fagnað ef „aðeins ein/n“ hefur tilkynnt brot. Eins og það sé ekki einum of mikið. Þá er einungis tekið mið af þeim þolendum sem tilkynna brot – ekki þeim sem veigra sér við að leita réttlætis af ótta við skömm – skömm sem auðvitað hefur heimilisfesti annars staðar. Það skal áréttað að kynferðisbrot tengjast skemmtanahaldi ekki órjúfanlegum böndum. Þau eru ekki einhvers konar meðlæti með útihátíðum. Þau eru ekki grænkálið sem við neyðumst til að borða með steikinni. Eigi þær sér stað eru tilfellin aldrei fá. Þau eru alltaf of mörg – alveg sama hversu mörg þau eru. Það skiptir ekki máli hvernig manneskjan er klædd. Það skiptir ekki máli hve mjög hún er ölvuð. Það breytir engu þótt hún daðri. Það þarf samþykki. Það þarf gegnumgangandi endurtekið samþykki. Því án samþykkis er það nauðgun – og það vill enginn verða fyrir nauðgun. Það vill enginn vera nauðgari. Nú erum við flest að spila úr fyrstu spilunum í upphafi stærstu ferðahelgar ársins. Það er ástæða til að vanda sig. Pössum upp á okkur. Pössum upp á náungann. Fáum samþykki. Skemmtum okkur fallega.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun