Nú þurfum við fótboltaeldgos Tómas Þór Þórðarson skrifar 10. nóvember 2016 07:00 Við þurfum öll smá pásu. Smá pásu frá því að vera alltaf alveg brjáluð í skapinu. Frá alþingiskosningum hér þar sem allir voru trylltir yfir til gærdagsins þar sem sumir ætluðu hreinlega að ganga af göflunum vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Lyklaborðin þurfa frí og Facebook og Twitter fara hreinlega að fyllast ef við slökum ekki á. Við þurfum eitthvað til að einbeita okkur að sem við getum sammælst um. Helst þurfum við eldgos. Það er fátt sem sameinar þjóðina meira en gott eldgos og heldur fréttamönnum og heilu fréttatímunum uppteknum frá leiðindum í pólitík hvort sem um ræðir hérlendis eða erlendis. Eldgos fá okkur til að sameinast um hversu geggjað landið okkar er og minnast þess hvernig eyjan varð upphaflega til. Við störum í logana og fylgjumst með heiminum stöðvast vegna mikilfengleika og styrks eyjunnar sem við búum á. Við sýnum líka öll samhug með þeim sem verða verst fyrir barðinu á eldgosinu því þau eru auðvitað ekkert grín. Við stöndum allavega saman. Nú er erfitt að biðja um eldgos svona einn, tveir og þrír, en það er annar hlutur sem er kominn á svipaðan stað í hjarta okkar og það. Strákarnir okkar í fótboltalandsliðinu. Við getum alltaf sammælst um að þeir eru geggjaðir og að Heimir Hallgrímsson verði næsti forseti. Vissulega eru margir sjálfskipaðir sérfræðingar í fótbolta þegar kemur að landsliðinu og nú er mikil umræða um hver eigi að byrja í framlínunni vegna meiðsla Kolbeins og Alfreðs. En það er þó alltaf milljón sinnum skárra en allir Íslendingarnir sem útskrifuðust sem dúxar úr stjórnmálafræði í nótt og byrjuðu að hella úr skálum reiði sinnar. Strákar, bjargið okkur með einu fótboltaeldgosi.Þessi grein birtist fyrst á Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun
Við þurfum öll smá pásu. Smá pásu frá því að vera alltaf alveg brjáluð í skapinu. Frá alþingiskosningum hér þar sem allir voru trylltir yfir til gærdagsins þar sem sumir ætluðu hreinlega að ganga af göflunum vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Lyklaborðin þurfa frí og Facebook og Twitter fara hreinlega að fyllast ef við slökum ekki á. Við þurfum eitthvað til að einbeita okkur að sem við getum sammælst um. Helst þurfum við eldgos. Það er fátt sem sameinar þjóðina meira en gott eldgos og heldur fréttamönnum og heilu fréttatímunum uppteknum frá leiðindum í pólitík hvort sem um ræðir hérlendis eða erlendis. Eldgos fá okkur til að sameinast um hversu geggjað landið okkar er og minnast þess hvernig eyjan varð upphaflega til. Við störum í logana og fylgjumst með heiminum stöðvast vegna mikilfengleika og styrks eyjunnar sem við búum á. Við sýnum líka öll samhug með þeim sem verða verst fyrir barðinu á eldgosinu því þau eru auðvitað ekkert grín. Við stöndum allavega saman. Nú er erfitt að biðja um eldgos svona einn, tveir og þrír, en það er annar hlutur sem er kominn á svipaðan stað í hjarta okkar og það. Strákarnir okkar í fótboltalandsliðinu. Við getum alltaf sammælst um að þeir eru geggjaðir og að Heimir Hallgrímsson verði næsti forseti. Vissulega eru margir sjálfskipaðir sérfræðingar í fótbolta þegar kemur að landsliðinu og nú er mikil umræða um hver eigi að byrja í framlínunni vegna meiðsla Kolbeins og Alfreðs. En það er þó alltaf milljón sinnum skárra en allir Íslendingarnir sem útskrifuðust sem dúxar úr stjórnmálafræði í nótt og byrjuðu að hella úr skálum reiði sinnar. Strákar, bjargið okkur með einu fótboltaeldgosi.Þessi grein birtist fyrst á Fréttablaðinu.
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun
Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir Skoðun