Hönnuðurinn, sem hannar undir merkinu MAGNEA, er þekkt fyrir fatnað sinn þar sem hún leggur áherslu á prjón og íslenska ull með ferskri nálgun og var engin undan tekning á því í þessari nýju línu. Falleg litasamsetning stóð upp úr í þessari línu sem mun sóma sér vel í fataskápum landans næsta haust.
Munstrin í línunni voru unnin í samstarfi við Laufeyju Jónsdóttur, fatahönnuð og teiknara þar sem leitast var við að vinna út frá áherslum fatamerkisins til þessa. Munstrin voru blásin upp í innsetningu í sýningarrýminu sem unnin var úr hráefni frá íslenska ullarframleiðandanum ÍSTEX.
Viðburðurinn var haldinn í samstarfi við MAC, Label M, Eskimo Models og Kaupfélagið en Kanilsnældur sáu um tónlistina.
Hér kemur smá sýnishorn af flottri línu MAGNEU:







