Spennandi götuhjólamót framundan 24. ágúst 2016 16:27 ,,Keppnin í fyrra tókst með eindæmum vel og var framkvæmd og umgjörð til mikillar fyrirmyndar,“ segir Óskar Ómarsson, sigurvegari síðasta árs í A flokki. MYND/STEFÁN Götuhjólamótið RB Classic fer fram laugardaginn 27. ágúst þar sem hjólað er í kringum Þingvallavatn.Búist er við metþátttöku í ár en vinsældir mótsins hafa aukist mikið frá því það var fyrst haldið árið 2014. Skráningarfrestur rennur út á miðnætti í dag, miðvikudaginn 24. ágúst. Hægt er að skrá sig hér.,,Uppáhaldið mitt við þessa keppni er án vafa malarkaflinn. Slíkir kaflar eru vanmetnir hér á landi," segir Óskar.MYND/STEFÁNKeppt verður í tveimur vegalengdum á RB Classic; A flokki sem er tveir hringir og um 127 km löng leið og í B flokki sem er um 65 km löng leið og einn hringur kringum vatnið. Sigurvegari síðasta árs í A flokki var Óskar Ómarsson en hann er eftir að ákveða hvort hann keppi næstu helgi. Hann segir mótið í fyrra hafa verið einstaka upplifun. „Keppnin í fyrra tókst með eindæmum vel og var framkvæmd og umgjörð til mikillar fyrirmyndar. Uppáhaldið mitt við þessa keppni er án vafa malarkaflinn. Slíkir kaflar eru vanmetnir hér á landi í keppnum á götuhjólum, kannski vegna þess hve götuhjólreiðar eiga sér stutta sögu á Íslandi, en erlendis eiga þær sér mun lengri sögu en t.d. malbikaðir vegir.“ Óskar hefur hjólað meira og minna alla ævi en það var þó ekki fyrr en í byrjun árs 2012 að hann byrjaði að æfa að einhverju viti. „Fljótlega var ég kominn á fullt á götuhjólinu. Ég hef ekki tekið neina stóra titla enn sem komið er en hef náð nokkrum sætum sigrum á götuhjólinu í ár og í fyrra.“ Það er RB sem heldur mótið í samstarfi við hjólreiðafélagið Tind og hjólaverslunina Kríu. Allar nánari upplýsingar og RB Classic og skráningarform má nálgast á www.rb.is/rb-classic. Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Greiðsluáskorun Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Sjá meira
Götuhjólamótið RB Classic fer fram laugardaginn 27. ágúst þar sem hjólað er í kringum Þingvallavatn.Búist er við metþátttöku í ár en vinsældir mótsins hafa aukist mikið frá því það var fyrst haldið árið 2014. Skráningarfrestur rennur út á miðnætti í dag, miðvikudaginn 24. ágúst. Hægt er að skrá sig hér.,,Uppáhaldið mitt við þessa keppni er án vafa malarkaflinn. Slíkir kaflar eru vanmetnir hér á landi," segir Óskar.MYND/STEFÁNKeppt verður í tveimur vegalengdum á RB Classic; A flokki sem er tveir hringir og um 127 km löng leið og í B flokki sem er um 65 km löng leið og einn hringur kringum vatnið. Sigurvegari síðasta árs í A flokki var Óskar Ómarsson en hann er eftir að ákveða hvort hann keppi næstu helgi. Hann segir mótið í fyrra hafa verið einstaka upplifun. „Keppnin í fyrra tókst með eindæmum vel og var framkvæmd og umgjörð til mikillar fyrirmyndar. Uppáhaldið mitt við þessa keppni er án vafa malarkaflinn. Slíkir kaflar eru vanmetnir hér á landi í keppnum á götuhjólum, kannski vegna þess hve götuhjólreiðar eiga sér stutta sögu á Íslandi, en erlendis eiga þær sér mun lengri sögu en t.d. malbikaðir vegir.“ Óskar hefur hjólað meira og minna alla ævi en það var þó ekki fyrr en í byrjun árs 2012 að hann byrjaði að æfa að einhverju viti. „Fljótlega var ég kominn á fullt á götuhjólinu. Ég hef ekki tekið neina stóra titla enn sem komið er en hef náð nokkrum sætum sigrum á götuhjólinu í ár og í fyrra.“ Það er RB sem heldur mótið í samstarfi við hjólreiðafélagið Tind og hjólaverslunina Kríu. Allar nánari upplýsingar og RB Classic og skráningarform má nálgast á www.rb.is/rb-classic.
Mest lesið Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent Auglýstu tilboð of títt og fá milljón í sekt Neytendur „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Sá elsti í heiðurshópnum níutíu ára Atvinnulíf Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Fleiri fréttir Einn áhrifamestu markaðsfræðimanna heims með erindi á ÍMARk Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Yfir milljón dagskrárliðir sóttir vikulega Greiðsluáskorun Jólagjöf ársins 2025 veltir sigurvegara síðustu tveggja ára úr sessi Ertu þremur mínútum frá draumastarfinu? Kerfi sem virka eins og lungu landeldisstöðva Sjá meira