Úðarinn og saurlokan Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. október 2016 07:00 Þrátt fyrir að þurfa að mæta í vinnuna klukkan sjö um morguninn vakti ég eftir þriðju forsetakappræðunum í Bandaríkjunum. Ég bara varð að horfa enda hef ég ekki misst af kappræðum síðan um aldamótin. Ég hefði betur sleppt því. Allir sem sáu þessa tvo ömurlegu frambjóðendur, Donald Joð Trump og Hillary Clinton, eitra loftið með orðum sínum dóu aðeins inni í sér. Bestu samfélagsrýnar minnar kynslóðar eru Trey Parker og Matt Stone, höfundar South Park. Fyrir kosningarnar 2004 þegar George W. Bush og John Kerry áttust við, byrjuðu þeir að tala um að þar mættust stór úðari (e. Giant Douche (samheiti fyrir viðbjóðslegan og fyrirlitlegan mann)) og saurloka (e. turd sandwich). Kannski héldu þeir að þarna væri einhverjum botni náð í frambjóðendum en þá gat varla órað fyrir hversu ömurlegt úrvalið væri núna, tólf árum síðar. Það er með ólíkindum að þetta sé það besta sem ríflega 300 milljóna manna þjóð bjóði upp á. Hillary vinnur þessar kosningar og það er klárlega betri kosturinn. Nei, bíðið. Það er skárri kosturinn. Í baráttunni um stöðu valdamestu manneskju heims er aðeins skárri frambjóðandinn að fá starfið því hinn er korter í kex. Það virðist líka ríkja samkomulag, allavega hjá fjölmiðlum, um að Hillary eigi að vinna. Þó Trump sé umdeildur eiga kappræður að vera sanngjarnar en það hafa þær ekki verið. Spyrlarnir sleppa Hillary með hvert ruglið og hverja mótsögnina á fætur annarri en taka Trump á beinið. Trump er eini maðurinn sem bendir á veilurnar í máli Hillary en það er bara eins og að horfa á mann í spennitreyju sannfæra geðlækni um að næsti maður sé geðveikur.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen Skoðun
Þrátt fyrir að þurfa að mæta í vinnuna klukkan sjö um morguninn vakti ég eftir þriðju forsetakappræðunum í Bandaríkjunum. Ég bara varð að horfa enda hef ég ekki misst af kappræðum síðan um aldamótin. Ég hefði betur sleppt því. Allir sem sáu þessa tvo ömurlegu frambjóðendur, Donald Joð Trump og Hillary Clinton, eitra loftið með orðum sínum dóu aðeins inni í sér. Bestu samfélagsrýnar minnar kynslóðar eru Trey Parker og Matt Stone, höfundar South Park. Fyrir kosningarnar 2004 þegar George W. Bush og John Kerry áttust við, byrjuðu þeir að tala um að þar mættust stór úðari (e. Giant Douche (samheiti fyrir viðbjóðslegan og fyrirlitlegan mann)) og saurloka (e. turd sandwich). Kannski héldu þeir að þarna væri einhverjum botni náð í frambjóðendum en þá gat varla órað fyrir hversu ömurlegt úrvalið væri núna, tólf árum síðar. Það er með ólíkindum að þetta sé það besta sem ríflega 300 milljóna manna þjóð bjóði upp á. Hillary vinnur þessar kosningar og það er klárlega betri kosturinn. Nei, bíðið. Það er skárri kosturinn. Í baráttunni um stöðu valdamestu manneskju heims er aðeins skárri frambjóðandinn að fá starfið því hinn er korter í kex. Það virðist líka ríkja samkomulag, allavega hjá fjölmiðlum, um að Hillary eigi að vinna. Þó Trump sé umdeildur eiga kappræður að vera sanngjarnar en það hafa þær ekki verið. Spyrlarnir sleppa Hillary með hvert ruglið og hverja mótsögnina á fætur annarri en taka Trump á beinið. Trump er eini maðurinn sem bendir á veilurnar í máli Hillary en það er bara eins og að horfa á mann í spennitreyju sannfæra geðlækni um að næsti maður sé geðveikur.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.