Nýir veiðiþættir á Stöð 2 Karl Lúðvíksson skrifar 19. september 2016 08:31 Kristinn Sigmundsson, Kristján Jóhannsson og Gunnar Bender við opnun Norðurár. Næstkomandi fimmtudag hefja göngu sína nýjir veiðiþættir á Stöð 2 í umsjón Gunnars Bender og Steingríms Jóns Þórðarsonar. Veiðimenn koma líklega til með að fagna því að nýjir veiðiþættir séu að byrja á dagskrá Stöðvar tvö því framboð af veiðiþáttum á íslensku hefur verið frekar af skornum skammti síðustu ár. Fyrsti þátturinn verður á fimmtudaginn strax eftir fréttir í opinni dagskrá og verður stiklað á opnun Norðurár í þeim þætti en þar koma meðal annars fram Kristján Jóhannsson og Kristinn Sigmundsson. Í þessum fyrsta þætti var einnig kíkt við í Langá á Mýrum. Meðal efnis næstu þátta má nefna veiðar í Ytri Rangá, Þverá í Borgarfirði, þáttur um sjóbirtingsveiði, urriðaveiði á Þingvöllum og þáttur þar sem Bubbi Mothens fer í stórlaxaslag. Alss voru myndaðir fjórir þættir og eins og segir fer fyrsti þátturinn í loftið strax eftir fréttir á fimmtudaginn. Mest lesið Yfirlýsing frá Skotvís vegna rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Saga stangveiða: Laxaskattur Ólafs Ragnars og félaga Veiði Ennþá mikið af gæs á suðurlandi Veiði Mikið af sjóbirting í Varmá Veiði Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Frábær opnun í Laxárdalnum Veiði Mótorhjólalögga vill verða formaður SVFR Veiði
Næstkomandi fimmtudag hefja göngu sína nýjir veiðiþættir á Stöð 2 í umsjón Gunnars Bender og Steingríms Jóns Þórðarsonar. Veiðimenn koma líklega til með að fagna því að nýjir veiðiþættir séu að byrja á dagskrá Stöðvar tvö því framboð af veiðiþáttum á íslensku hefur verið frekar af skornum skammti síðustu ár. Fyrsti þátturinn verður á fimmtudaginn strax eftir fréttir í opinni dagskrá og verður stiklað á opnun Norðurár í þeim þætti en þar koma meðal annars fram Kristján Jóhannsson og Kristinn Sigmundsson. Í þessum fyrsta þætti var einnig kíkt við í Langá á Mýrum. Meðal efnis næstu þátta má nefna veiðar í Ytri Rangá, Þverá í Borgarfirði, þáttur um sjóbirtingsveiði, urriðaveiði á Þingvöllum og þáttur þar sem Bubbi Mothens fer í stórlaxaslag. Alss voru myndaðir fjórir þættir og eins og segir fer fyrsti þátturinn í loftið strax eftir fréttir á fimmtudaginn.
Mest lesið Yfirlýsing frá Skotvís vegna rjúpnaveiða í Húnaþingi vestra Veiði Ágætis rjúpnaveiði en skilyrðin erfið Veiði Svona nærðu árangri í Þingvallavatni Veiði Meira af tölfræði í Eystri Rangá 2020 Veiði Saga stangveiða: Laxaskattur Ólafs Ragnars og félaga Veiði Ennþá mikið af gæs á suðurlandi Veiði Mikið af sjóbirting í Varmá Veiði Líklega ein besta opnun í Laxá í Mý í 10 ár Veiði Frábær opnun í Laxárdalnum Veiði Mótorhjólalögga vill verða formaður SVFR Veiði