Verslunin verður staðsett í Hagkaup í Kringlunni og eitthvað sem förðunaráhugafólk ætti ekki að láta framhjá sér fara þar sem þar vöruúrvalið mun spanna yfir 1200 vörur. NYX hefur undanfarið verið að opna hverja búðina á fætur annarri í Evrópu og slá aðsóknarmet í nánast hvert sinn. Það er því um að gera að taka þann 1.október frá! Þess má geta að merkið hefur áður verið í sölu hér á landi en þetta er í fyrsta sinn sem merkið opnar eins konar "flagship" verslun í þeim stíl sem tíðkast erlendis.
Er hvað er NYX? NYX var stofnað árið 1999 af Toni Ko sem var þá 25 ára gömul. Merkið lagði hún upp með að yrði merki sem fangaði öll helstu trendin og með breytt úrval af förðunarvörum. Fyrstu vörurnar hjá merkinu voru augnblýantar og svo bætti hún við vöruúrvalið smám saman.

NYX Awards er ein stærsta árlega hátíð NYX en keppnin er haldin í þó nokkrum löndum og hlutum heimsins. Bloggarinn Birna Magg tók þátt í NYX Nordic Face Awards og komst þar í topp 5 hópinn en það var Elinor Rosander (elinorrosander) sem bar sigur úr býtum í þeirri keppni. Vafalaust verða fleiri Íslendingar sem taka þátt að ári nú þegar merkið verður komið til landsins.
Hjá NYX er hægt að finna allar þær förðunarvörur sem hugurinn girnist, augnskuggapallettur, HD púður, matta varaliti, fljótandi matta varaliti, alls konar varablýanta og augnblýanta "highlightera", girnilegar augnskugga pallettur svo eitthvað sé nefnt.
Spennandi, alltaf gaman þegar ný merki opna á Íslandi!



