Dýr lyf – dýrir læknar Pawel Bartoszek skrifar 20. febrúar 2016 07:00 Forstjóri lítils lyfjafyrirtækis, Martin Shkreli, bakaði sér talsverðar óvinsældir þegar hann hækkaði töfluverðið á lyfinu Daraprim úr rúmum 13 dollurum í 750 dollara. Hann hefur reyndar viðurkennt að það hafi verið mistök … að hækka verðið ekki enn meira. Tryggingarfyrirtækin hefðu haldið áfram að borga. Hluthafarnir hefðu grætt meira. Hreinskilni Shkrelis afhjúpar ískaldan sannleik. Ákvörðun lyfjaverðs er oft hálfgerð sjálftaka. Sá sem þarf lyf mun alltaf borga eða krefjast þess að aðrir borgi. Þess vegna er lyfjabransinn góður bransi. Hagnaðarhlutfall fyrirtækja eins og Amgen eða Pfizer hefur verið um og yfir 20% seinustu ár. Bíla- og olíuframleiðendur eru langt á eftir. Hagnaður er ekki vondur. Ef ég kaupi bíl þá skil ég að bílasalinn vilji hagnast, sem mest. Ég hata hann ekki út af því. En það er bara ekki mín skylda að sjá til að hann hagnist sem mest. Ég vil borga sem minnst fyrir þennan bíl. Það er ekki auðvelt að prútta um heilsu og það þykir ómerkilegt að gera það. Þess vegna eru lyf dýr. Þess vegna eru læknar víðast með hlutfallslega háar ævitekjur en það dregur samt ekki úr samúð almennings með kjarabaráttu þeirra. Menn setja ekki undirskriftasafnanir um að ríkið eigi „bara að drullast til að borga“ þegar flugumferðarstjórar hóta verkfalli. Við eigum auðvitað að hafa góða heilbrigðisþjónustu, en við eigum líka að borga fyrir hana eins lítið og hægt er. Sjúklingar og aðstandendur eru vondir prúttarar. En ríkið getur samt ekki annað en reynt að fá sem mest fyrir peningana. Í þeim samningaviðræðum hjálpar það ekki endilega ef við lýsum því yfir í upphafi að við viljum borga miklu meira en við gerum nú. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Ég hef… Karólína Helga Símonardóttir Skoðun
Forstjóri lítils lyfjafyrirtækis, Martin Shkreli, bakaði sér talsverðar óvinsældir þegar hann hækkaði töfluverðið á lyfinu Daraprim úr rúmum 13 dollurum í 750 dollara. Hann hefur reyndar viðurkennt að það hafi verið mistök … að hækka verðið ekki enn meira. Tryggingarfyrirtækin hefðu haldið áfram að borga. Hluthafarnir hefðu grætt meira. Hreinskilni Shkrelis afhjúpar ískaldan sannleik. Ákvörðun lyfjaverðs er oft hálfgerð sjálftaka. Sá sem þarf lyf mun alltaf borga eða krefjast þess að aðrir borgi. Þess vegna er lyfjabransinn góður bransi. Hagnaðarhlutfall fyrirtækja eins og Amgen eða Pfizer hefur verið um og yfir 20% seinustu ár. Bíla- og olíuframleiðendur eru langt á eftir. Hagnaður er ekki vondur. Ef ég kaupi bíl þá skil ég að bílasalinn vilji hagnast, sem mest. Ég hata hann ekki út af því. En það er bara ekki mín skylda að sjá til að hann hagnist sem mest. Ég vil borga sem minnst fyrir þennan bíl. Það er ekki auðvelt að prútta um heilsu og það þykir ómerkilegt að gera það. Þess vegna eru lyf dýr. Þess vegna eru læknar víðast með hlutfallslega háar ævitekjur en það dregur samt ekki úr samúð almennings með kjarabaráttu þeirra. Menn setja ekki undirskriftasafnanir um að ríkið eigi „bara að drullast til að borga“ þegar flugumferðarstjórar hóta verkfalli. Við eigum auðvitað að hafa góða heilbrigðisþjónustu, en við eigum líka að borga fyrir hana eins lítið og hægt er. Sjúklingar og aðstandendur eru vondir prúttarar. En ríkið getur samt ekki annað en reynt að fá sem mest fyrir peningana. Í þeim samningaviðræðum hjálpar það ekki endilega ef við lýsum því yfir í upphafi að við viljum borga miklu meira en við gerum nú.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun