Það sem ég óttast mest Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 21. mars 2016 00:00 Ótti er eðlilegasta tilfinning í heimi. Sumir eru flughræddir, aðrir óttast útlendinga. Margir hræðast köngulær og einu sinni sá ég meira að segja viðtal við mann sem var logandi hræddur við ferskjur. Nei, óttinn þarf ekki endilega að vera rökréttur. Ég var til dæmis dauðhræddur á sínum tíma við gangsetningu öreindahraðalsins í CERN. Með hækkandi aldri fækkar samt þeim hlutum sem ég hræðist en eitt og annað hefur bæst við. Eins og upphengd klósett, sem er líklega það sem ég óttast mest af öllu. Í fullkomnum heimi þar sem allir væru vel undir kjörþyngd væri upphengda klósettið frábær uppfinning. Fyrst og fremst vegna þess hversu mikið auðveldara er að þrífa það og í kringum það. Raunveruleikinn er hins vegar sá að upphengd klósett virka stórhættuleg. Þau eru búin til úr postulíni. Þið vitið, sama efni og bollinn sem amma ykkar drekkur te úr. Þess vegna dettur mér ekki til hugar að láta allan minn þunga hvíla á upphengdu klósetti. Þetta er að vísu góð æfing fyrir kálfana en baðherbergið á að vera griðastaður, ekki líkamsræktarstöð. Það er bara tímaspursmál hvenær ég hlunkast niður í gólfið með klósettið undir mér. Í besta falli mun ég þurfa að hringja skömmustulegur í pípara. Í versta falli mun brotið postulínið skera í sundur slagæð hvors læris fyrir sig. Þessi atburðarás spilast í hausnum á mér í hvert sinn sem ég tylli mér titrandi á þessa dauðagildru. Ég ligg ósjálfbjarga á baðherbergisgólfinu með buxurnar á hælunum og finn hvernig kalt klósettvatnið umlykur mig. Ég heyri högg og hróp í fjarska þar sem einhver reynir að brjóta sér leið inn á harðlæst baðið. Svo fjarlægist hljóðið hægt og rólega á meðan mér blæðir út.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Viðar Alfreðsson Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun
Ótti er eðlilegasta tilfinning í heimi. Sumir eru flughræddir, aðrir óttast útlendinga. Margir hræðast köngulær og einu sinni sá ég meira að segja viðtal við mann sem var logandi hræddur við ferskjur. Nei, óttinn þarf ekki endilega að vera rökréttur. Ég var til dæmis dauðhræddur á sínum tíma við gangsetningu öreindahraðalsins í CERN. Með hækkandi aldri fækkar samt þeim hlutum sem ég hræðist en eitt og annað hefur bæst við. Eins og upphengd klósett, sem er líklega það sem ég óttast mest af öllu. Í fullkomnum heimi þar sem allir væru vel undir kjörþyngd væri upphengda klósettið frábær uppfinning. Fyrst og fremst vegna þess hversu mikið auðveldara er að þrífa það og í kringum það. Raunveruleikinn er hins vegar sá að upphengd klósett virka stórhættuleg. Þau eru búin til úr postulíni. Þið vitið, sama efni og bollinn sem amma ykkar drekkur te úr. Þess vegna dettur mér ekki til hugar að láta allan minn þunga hvíla á upphengdu klósetti. Þetta er að vísu góð æfing fyrir kálfana en baðherbergið á að vera griðastaður, ekki líkamsræktarstöð. Það er bara tímaspursmál hvenær ég hlunkast niður í gólfið með klósettið undir mér. Í besta falli mun ég þurfa að hringja skömmustulegur í pípara. Í versta falli mun brotið postulínið skera í sundur slagæð hvors læris fyrir sig. Þessi atburðarás spilast í hausnum á mér í hvert sinn sem ég tylli mér titrandi á þessa dauðagildru. Ég ligg ósjálfbjarga á baðherbergisgólfinu með buxurnar á hælunum og finn hvernig kalt klósettvatnið umlykur mig. Ég heyri högg og hróp í fjarska þar sem einhver reynir að brjóta sér leið inn á harðlæst baðið. Svo fjarlægist hljóðið hægt og rólega á meðan mér blæðir út.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 21. mars.
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun