En fyrirsætan var að gefa út nýja bók, og var útgáfupartýið haldið í gær, fimmtudaginn 7.apríl. Útgáfupartýið var ekki af verri endanum og klæddist Naomi skósíðum flegnum glitrandi kjól í smiðju Marc Jacobs. Partýið fór fram í The Diamond Horseshoe í New York, og var fjöldi gesta saman kominn til þess að fagna bókinni.
Bókin sem skartar brjóstum fyrirsætunar á forsíðunni kostar rúmlega 200 þúsund krónur. En bókin fangar hennar ótrúlega farsælda fyrirsætuferil í mál og myndum.
Myndir úr útgáfupartýinu má sjá hér að neðan.







