Viðskipti erlent

Hlutabréf í Tesla hrynja

Sæunn Gísladóttir skrifar
Elon Musk framkvæmdastjóri Tesla.
Elon Musk framkvæmdastjóri Tesla. Vísir/EPA
Hlutabréf í rafbílaframleiðandanum Tesla hafa hrunið í dag. Þau hafa lækkað um rúmlega átta prósent það sem af er degi. Ástæða þess er tillaga framkvæmdastjóra Tesla, Elon Musk, um að Tesla yfirtaki SolarCity sem er í miklum vandræðum.

BBC greinir frá því að í kjölfar tillögunnar hafi hlutabréf í Tesla hrunið, á meðan hlutabréf í SolarCity hafa hækkað um allt að níu prósent. Brian Johnson, greiningaraðili hjá Barclays, segir óvíssu ríkja um tekjumöguleika sameinaða fyrirtækisins. 

Musk vill hins vegar meina að með yfirtökunni getur fyrirtækið verið í senn bílafyrirtæki, orkuhleðslufyrirtæki og orku framleiðandi. Með henni muni verðmæti Tesla aukast. 

Hluthafar í báðum fyrirtækjum munu kjósa um tillöguna síðar á þessu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×