Tónlistariðnaðurinn að vaxa í fyrsta sinn í áratug Sæunn Gísladóttir skrifar 7. desember 2016 09:30 Áætlað er að tekjur af tónlist muni aukast um sex prósent á árinu. Vísir/Hanna Svo virðist sem tekjur af streymiþjónustum á borð við Spotify og auglýsingar í gegnum YouTube séu loksins farnar að skila sér í vasa tónlistarmanna, en tekjur í tónlistariðnaðinum eru nú að vaxa á ný í fyrsta sinn í áratug. Business Insider greinir frá því að greiningaraðilar hjá Macquarie spái nú miklum vexti í iðnaðinum og að tekjur muni tvöfaldast á næsta áratug. Spáð er að tekjur í iðnaðinum muni vaxa um fimm prósent árið 2016 og nema 15 milljörðum Bandaríkjadala. Tekjurnar hafa dregist verulega saman undanfarinn áratug en árið 1999 námu þær 40 milljörðum dollara. Á síðastliðnu ári hefur YouTube greitt tónlistarmönnum yfir milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði 110 milljarða króna, vegna auglýsinga. Það eru þó ekki allir sáttir við stefgjöld YouTube og hafa þungavigtarmenn úr tónlistariðnaðinum gagnrýnt að þau séu of lág. Margir nota YouTube í stað Spotify eða Apple Music sem greiða tónlistarmönnum hærri stefgjöld. Tekjur af tónlistarstreymi eru nú orðnar stærsti tekjuliður iðnaðarins og skipta því greiðslurnar mjög miklu máli. Spotify greiddi út 1,8 milljarða dollara, tæplega 200 milljarða króna, til tónlistarmanna árið 2015. Forsvarsmenn NordicPlaylist.com voru á Slush Music ráðstefnunni í Finnlandi í síðustu viku þar sem þeir tóku viðtöl við nokkra framsögumenn. Þeirra á meðal er David Price, director of insight and analysis hjá IFPI sem tekur saman allar tölur varðandi neyslu á tónlist. Hann talaði þar um þróunina í tekjum tónlistariðnaðarins. Sjá má viðtalið hér fyrir neðan. Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Svo virðist sem tekjur af streymiþjónustum á borð við Spotify og auglýsingar í gegnum YouTube séu loksins farnar að skila sér í vasa tónlistarmanna, en tekjur í tónlistariðnaðinum eru nú að vaxa á ný í fyrsta sinn í áratug. Business Insider greinir frá því að greiningaraðilar hjá Macquarie spái nú miklum vexti í iðnaðinum og að tekjur muni tvöfaldast á næsta áratug. Spáð er að tekjur í iðnaðinum muni vaxa um fimm prósent árið 2016 og nema 15 milljörðum Bandaríkjadala. Tekjurnar hafa dregist verulega saman undanfarinn áratug en árið 1999 námu þær 40 milljörðum dollara. Á síðastliðnu ári hefur YouTube greitt tónlistarmönnum yfir milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði 110 milljarða króna, vegna auglýsinga. Það eru þó ekki allir sáttir við stefgjöld YouTube og hafa þungavigtarmenn úr tónlistariðnaðinum gagnrýnt að þau séu of lág. Margir nota YouTube í stað Spotify eða Apple Music sem greiða tónlistarmönnum hærri stefgjöld. Tekjur af tónlistarstreymi eru nú orðnar stærsti tekjuliður iðnaðarins og skipta því greiðslurnar mjög miklu máli. Spotify greiddi út 1,8 milljarða dollara, tæplega 200 milljarða króna, til tónlistarmanna árið 2015. Forsvarsmenn NordicPlaylist.com voru á Slush Music ráðstefnunni í Finnlandi í síðustu viku þar sem þeir tóku viðtöl við nokkra framsögumenn. Þeirra á meðal er David Price, director of insight and analysis hjá IFPI sem tekur saman allar tölur varðandi neyslu á tónlist. Hann talaði þar um þróunina í tekjum tónlistariðnaðarins. Sjá má viðtalið hér fyrir neðan.
Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Vilja selja Landsbankann Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira