Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu - 11. desember 11. desember 2016 09:00 Systkinin Hurðaskellir og Skjóða ætla að föndra eitthvað skemmtilegt á hverjum einasta degi fram að jólum. Skjóða er að vísu með tíu tröllaputta og Hurðaskellir er algjör jólasveinn en þau hafa ótrúlega gaman að því að föndra og láta því ekki ónákvæmni eða brussugang á sig fá. Um leið og þau föndra kenna þau öðrum að gera jólaskraut, piparkökuhús, jólakort og fleira sniðugt. Það er mikil spenna í Grýluhelli í dag enda fyrsti jólasveinninn á leiðinni til byggða í nótt. Hurðaskellir og Skjóða bregða þó ekki frá vananum og föndra með ykkur ellefta daginn í röð. Í dag kennir hún Skjóða okkur að sauma tuskudýr, sem er reyndar eins gott því það er ekki hægt að skilja orð af því sem Hurðaskellir segir. Eða skiljið þið þetta bullmál? Já og eitt enn, ekki gleyma að setja skóinn út í glugga í kvöld því hann Stekkjastaur er á leið í bæinn.Frekari upplýsingar má finna á jolasveinar.is og á Facebook-síðu jólasveinanna. Jólafréttir Mest lesið Laxamús á jóladag Jól Tré úr pappír og tilfallandi efnivið Jól Litla góða akurhænan Jól Íslensk hönnunarjól Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu: 22. desember Jól Er svo mikill krakki í mér Jólin Af jólasveinum allra heima Jól Leika bókatitla á aðfangadagskvöld Jólin Engar jólagjafir hjá Sálinni Jól Ógleymanleg jól á húsbáti á Indlandi Jól
Systkinin Hurðaskellir og Skjóða ætla að föndra eitthvað skemmtilegt á hverjum einasta degi fram að jólum. Skjóða er að vísu með tíu tröllaputta og Hurðaskellir er algjör jólasveinn en þau hafa ótrúlega gaman að því að föndra og láta því ekki ónákvæmni eða brussugang á sig fá. Um leið og þau föndra kenna þau öðrum að gera jólaskraut, piparkökuhús, jólakort og fleira sniðugt. Það er mikil spenna í Grýluhelli í dag enda fyrsti jólasveinninn á leiðinni til byggða í nótt. Hurðaskellir og Skjóða bregða þó ekki frá vananum og föndra með ykkur ellefta daginn í röð. Í dag kennir hún Skjóða okkur að sauma tuskudýr, sem er reyndar eins gott því það er ekki hægt að skilja orð af því sem Hurðaskellir segir. Eða skiljið þið þetta bullmál? Já og eitt enn, ekki gleyma að setja skóinn út í glugga í kvöld því hann Stekkjastaur er á leið í bæinn.Frekari upplýsingar má finna á jolasveinar.is og á Facebook-síðu jólasveinanna.
Jólafréttir Mest lesið Laxamús á jóladag Jól Tré úr pappír og tilfallandi efnivið Jól Litla góða akurhænan Jól Íslensk hönnunarjól Jól Jóladagatal Hurðaskellis og Skjóðu: 22. desember Jól Er svo mikill krakki í mér Jólin Af jólasveinum allra heima Jól Leika bókatitla á aðfangadagskvöld Jólin Engar jólagjafir hjá Sálinni Jól Ógleymanleg jól á húsbáti á Indlandi Jól