Glamour

Selena Gomez snýr aftur á Instagram

Ritstjórn skrifar
Selena hefur verið að vinna í sjálfri sér seinustu mánuði.
Selena hefur verið að vinna í sjálfri sér seinustu mánuði. Mynd/Getty
Selena Gomez snéri aftur á Instagram í tilefni þakkagjörðarhátíðarinnar í Bandaríkjunum. Selena er með 103 milljónir fylgjenda, lang flesta allra Instagram notenda. Í ágúst ákvað hún að taka sér frí frá tónleikaferðalaginu sínu og fara í meðferð til þess að bjarga sinni eigin geðheilsu. Hún var að glíma við þunglyndi og kvíða á háu stigi og því var það mikilvægt að taka tíma til þess að vinna í sjálfri sér. Hún nýtti tækifærið á Instagram til þess að þakka aðdáendum sínum fyrir allan stuðninginn og sagði að þrátt fyrir að árið hafi verið erfitt þá hefði það gefið henni meira. Á sunnudagskvöldið kom Selena í fyrsta skiptið fram opinberlega frá því að hún fór í meðferðina á AMA verðlaunahátíðinni. 

Mest lesið
Mest lesið


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.