Glamour

Selena Gomez snýr aftur á Instagram

Ritstjórn skrifar
Selena hefur verið að vinna í sjálfri sér seinustu mánuði.
Selena hefur verið að vinna í sjálfri sér seinustu mánuði. Mynd/Getty

Selena Gomez snéri aftur á Instagram í tilefni þakkagjörðarhátíðarinnar í Bandaríkjunum. Selena er með 103 milljónir fylgjenda, lang flesta allra Instagram notenda. 

Í ágúst ákvað hún að taka sér frí frá tónleikaferðalaginu sínu og fara í meðferð til þess að bjarga sinni eigin geðheilsu. Hún var að glíma við þunglyndi og kvíða á háu stigi og því var það mikilvægt að taka tíma til þess að vinna í sjálfri sér. 

Hún nýtti tækifærið á Instagram til þess að þakka aðdáendum sínum fyrir allan stuðninginn og sagði að þrátt fyrir að árið hafi verið erfitt þá hefði það gefið henni meira. Á sunnudagskvöldið kom Selena í fyrsta skiptið fram opinberlega frá því að hún fór í meðferðina á AMA verðlaunahátíðinni. 

Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.