Alexander varði lokaskotið í vörninni og tryggði Löwen sigur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. nóvember 2016 18:50 Alexander Petersson fagnar. Vísir/Getty Íslendingaliðið Rhein-Neckar Löwen vann eins marks heimasigur á króatíska liðinu RK Zagreb, 25-24, í Meistaradeildinni í handbolta í kvöld. Alexander Petersson skoraði tvö mörk í leiknum en landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson komst ekki á blað. Alexander var hetja sinna manna í lokin þegar hann varði lokskot Zagreb-manna á síðustu sekúndunni en Igor Vori hefði tryggði króatíska liðinu stig hefði hann skorað. Þetta var þriðji sigur Rhein-Neckar Löwen í röð í Meistaradeildinni og fjórði sigur liðsins í sex leikjum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Löwen hefur unnið alla þrjá heimaleiki sína til þessa í keppninni í ár en hina tvo vann liðið þó bara með einu marki. Rhein-Neckar Löwen er í harðri toppbaráttu í riðlinum við lið KS Vive Kielce frá Pólland og RK Vardar frá Makedóníu. Löwen komst upp í efsta sætið með þessum sigri en hin liðin, sem eru stigi á eftir, eiga bæði leik inni á Löwen-menn. Zagreb er áfram í neðsta sæti riðilsins en króatíska liðið hefur aðeins náð í tvö stig úr fyrstu sex leikjum sínum. Guðjón Valur tók ekki skot í leiknum samkvæmt tölfræði evrópska handboltasambandsins en danski þjálfarinn Nikolaj Jacobsen veðjaði greinilega ekki á íslenska hornamanninn í leiknum í kvöld. Makedóníumaðurinn Dejan Manaskov spilaði í vinstra horninu og var með 4 mörk úr 5 skotum. Alexander Petersson þurfti sex skot til að skora mörkin sín tvö. Markahæstu leikmenn Rhein-Neckar Löwen liðsins voru Svisslendingurinn Andy Schmid með sjö mörk úr níu skotum og hægri hornamaðurinn Marius Steinhauser var síðan með sjö mörk úr sjö skotum. Rhein-Neckar Löwen komst í 3-1, 8-4 og 11-6 í fyrri hálfleiknum en liðið var síðan fjórum mörkum yfir í hálfleik, 14-10. Löwen var með gott skot stærsta hluta seinni hálfleiks en var nærri því búið að missa frá sér sigurinn í lokin. Handbolti Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Sjá meira
Íslendingaliðið Rhein-Neckar Löwen vann eins marks heimasigur á króatíska liðinu RK Zagreb, 25-24, í Meistaradeildinni í handbolta í kvöld. Alexander Petersson skoraði tvö mörk í leiknum en landsliðsfyrirliðinn Guðjón Valur Sigurðsson komst ekki á blað. Alexander var hetja sinna manna í lokin þegar hann varði lokskot Zagreb-manna á síðustu sekúndunni en Igor Vori hefði tryggði króatíska liðinu stig hefði hann skorað. Þetta var þriðji sigur Rhein-Neckar Löwen í röð í Meistaradeildinni og fjórði sigur liðsins í sex leikjum í riðlakeppni Meistaradeildarinnar. Löwen hefur unnið alla þrjá heimaleiki sína til þessa í keppninni í ár en hina tvo vann liðið þó bara með einu marki. Rhein-Neckar Löwen er í harðri toppbaráttu í riðlinum við lið KS Vive Kielce frá Pólland og RK Vardar frá Makedóníu. Löwen komst upp í efsta sætið með þessum sigri en hin liðin, sem eru stigi á eftir, eiga bæði leik inni á Löwen-menn. Zagreb er áfram í neðsta sæti riðilsins en króatíska liðið hefur aðeins náð í tvö stig úr fyrstu sex leikjum sínum. Guðjón Valur tók ekki skot í leiknum samkvæmt tölfræði evrópska handboltasambandsins en danski þjálfarinn Nikolaj Jacobsen veðjaði greinilega ekki á íslenska hornamanninn í leiknum í kvöld. Makedóníumaðurinn Dejan Manaskov spilaði í vinstra horninu og var með 4 mörk úr 5 skotum. Alexander Petersson þurfti sex skot til að skora mörkin sín tvö. Markahæstu leikmenn Rhein-Neckar Löwen liðsins voru Svisslendingurinn Andy Schmid með sjö mörk úr níu skotum og hægri hornamaðurinn Marius Steinhauser var síðan með sjö mörk úr sjö skotum. Rhein-Neckar Löwen komst í 3-1, 8-4 og 11-6 í fyrri hálfleiknum en liðið var síðan fjórum mörkum yfir í hálfleik, 14-10. Löwen var með gott skot stærsta hluta seinni hálfleiks en var nærri því búið að missa frá sér sigurinn í lokin.
Handbolti Mest lesið Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Handbolti Elvar úr leik á EM Handbolti „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ Handbolti Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Handbolti Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð Handbolti „Núna er allt betra“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Handbolti „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ Handbolti Fleiri fréttir „Langt frá því að vera faglegt“ hjá dómaraparinu frá Norður-Makedóníu Elvar úr leik á EM Tvö hæfileikabúnt í Íslendingabæinn Kristianstad Danir í sjokki eftir fyrsta tapið á heimavelli í tólf ár Miðar á leikina í milliriðlinum rjúka út Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ EM í dag: Flensuleikur Jordans og athyglissjúkir dómarar Bjarka sagt að koma ekki aftur til Ungverjalands Vitum ekki um tvo fyrstu mótherjana fyrr en annað kvöld Skýrsla Henrys: Nú er hún gamla Grýla dauð „Núna er allt betra“ Logi Geirs hefði verið sáttur með svona „hárgreiðsluskot“ „Beint flug til Köben og nokkrir veikindadagar“ „Ég hef prófað þetta og þetta virkar“ „Bara vá, ég er svo glaður“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Tölfræðin á móti Ungverjum: Viktor lokaði í átta mínútur þegar ekkert gekk Færeyingar úr leik og Danir stigalausir í milliriðil Svartfellingar hjálpuðu alls ekki Færeyingum Kemst loksins á leik og styður Ísland til sigurs Mikil trú á íslenskum sigri meðal stuðningsmanna Íslands Viktor Gísli líka frábær í Fantasy Utan vallar: Ég get ekki meir „Besta íslenska landslið sem við höfum mætt“ „Sáru töpin sitja í okkur“ „Örugglega orðinn hundleiður á umræðunni“ „Það er mjög slæm minning“ Knorr lofaði Alfreð: Enginn egóisti og róaði okkur Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða „Það trompast allt þarna“ Sjá meira
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti
Einkunnir Strákanna okkar á móti Ungverjalandi: Viktor vaggaði Ungverjagrýlunni í svefn Handbolti