Viðskipti erlent

JP Morgan fær 30 milljarða króna í sekt

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Höfuðstöðvar JP Morgan Chase í New York.
Höfuðstöðvar JP Morgan Chase í New York. Nordicphotos/AFP
JP Morgan Chase, bandaríska fjárfestingabankanum, hefur verið gert að greiða um þrjátíu milljarða króna sekt, alls 264 milljónir Bandaríkjadala, fyrir að hafa ráðið börn kínverskra embættismanna í vinnu. Ráðningarnar voru gerðar í þeim tilgangi að embættismennirnir myndu opna á viðskiptatækifæri í landinu.

Bandaríska dómsmálaráðuneytið lýsti því yfir í gær að gjörðir bankans væru hreinar og klárar mútur og þær ógnuðu þjóðaröryggi. Rannsókn á málinu hefur staðið yfir frá árinu 2013. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×