Milljónasti flugfarþeginn á stystu áætlunarleið í heimi Atli Ísleifsson skrifar 1. nóvember 2016 13:06 Átta sæta vél er nýtt á flugleiðinni sem er 2,7 kílómetra löng og hefur verið starfrækt síðan 1967. Mynd/orkney.com Breska flugfélagið Loganair hélt í dag upp á að milljón flugfarþegar hafi flogið með vélum flugfélagsins á stystu áætlunarleið í heimi. Bankastarfsmaðurinn Anne Rendall tók á móti blómvendi sem milljónasti flugfarþeginn en hún hefur flogið rúmlega 10 þúsund sinnum til að komast milli heimilis sína og vinnu milli eyjanna Westray og Papa Westray á Orkneyjum. Jonathan Hinkles, framkvæmdastjóri Loganair, segir flugleiðina sannkallaða perlu í leiðakerfi flugfélagsins og vel þekkta í heimi flugsins. „Þrátt fyrir þessa frægð, þá er flugleiðin nauðsynleg líflína fyrir fólk á Orkneyjum, með því að tengja eyjar með þægilegri flugleið.“Í frétt Sky News segir að kennarar, læknar, lögreglumenn og nemendur nýti sér leiðina á hverjum degi. Flugleiðin tekur vanalega um tvær mínútur en með hagstæðri vindátt má ljúka henni á 47 sekúndum. Átta sæta vél er nýtt á flugleiðinni sem er 2,7 kílómetra löng og hefur verið starfrækt síðan 1967. Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Breska flugfélagið Loganair hélt í dag upp á að milljón flugfarþegar hafi flogið með vélum flugfélagsins á stystu áætlunarleið í heimi. Bankastarfsmaðurinn Anne Rendall tók á móti blómvendi sem milljónasti flugfarþeginn en hún hefur flogið rúmlega 10 þúsund sinnum til að komast milli heimilis sína og vinnu milli eyjanna Westray og Papa Westray á Orkneyjum. Jonathan Hinkles, framkvæmdastjóri Loganair, segir flugleiðina sannkallaða perlu í leiðakerfi flugfélagsins og vel þekkta í heimi flugsins. „Þrátt fyrir þessa frægð, þá er flugleiðin nauðsynleg líflína fyrir fólk á Orkneyjum, með því að tengja eyjar með þægilegri flugleið.“Í frétt Sky News segir að kennarar, læknar, lögreglumenn og nemendur nýti sér leiðina á hverjum degi. Flugleiðin tekur vanalega um tvær mínútur en með hagstæðri vindátt má ljúka henni á 47 sekúndum. Átta sæta vél er nýtt á flugleiðinni sem er 2,7 kílómetra löng og hefur verið starfrækt síðan 1967.
Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Fleiri fréttir Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira