Viðskipti erlent

Kauphallir opna með lækkunum í Bandaríkjunum

Sæunn Gísladóttir skrifar
S&P 500 vísitalan sem nær til stærstu fyrirtækja Bandaríkjanna hefur nú þegar lækkað um 0,54 prósent á fyrstu tólf mínútum viðskipta í dag.
S&P 500 vísitalan sem nær til stærstu fyrirtækja Bandaríkjanna hefur nú þegar lækkað um 0,54 prósent á fyrstu tólf mínútum viðskipta í dag. Vísir/Getty
Kauphöllin í New York hefur nú opnað á ný eftir að niðurstöður forsetakosninganna í Bandaríkjunum lágu fyrir. Spáð var því fyrir opun markaða að gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum myndu lækka við opnun markaða.

S&P 500 vísitalan sem nær til stærstu fyrirtækja Bandaríkjanna hefur nú þegar lækkað um 0,54 prósent á fyrstu tólf mínútum viðskipta í dag.

Eins og Vísir greindi frá hrundu hlutabréf í Evrópu og Asíu í morgun, hins vegar hafa hlutabréf í Evrópu hækkað eitthvað á ný og þannig dregið úr áhrifunum. Eftirtektavert verður að sjá hvort kauphallir Bandaríkjanna muni fylgja sömu þróun.

 


Tengdar fréttir

Pesóinn hefur hríðfallið

Gengi mexíkóska pesósins gagnvart Bandaríkjadal hefur lækkað um tæplega níu prósent í dag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×