Leiðinleg veðurspá fyrstu veiðihelgina í rjúpu Karl Lúðvíksson skrifar 25. október 2016 09:54 Fyrsta veiðihelgin þar sem gengið er til rjúpna er um næstu helgi frá föstudegi til laugardags og næstu þrjár helgar þar á eftir. Það verður þó að segjast að veðurspáin er heldur leiðinleg en það er þó spáð ágætu veðri á föstudeginum nokkuð víða en á vef Veðurstofunnar er spáin eftirfarandi. Á föstudag: Suðvestan kaldi með éljum, en hægari og léttskýjað austanlands. Hiti 0 til 5 stig. Á laugardag: Líklega allhvöss sunnanátt austanlands með rigningu, en norðaustanátt um landið vestanvert og fer yfir í slyddu eða snjókomu norðvestanlands. Á sunnudag: Útlit fyrir nokkuð hvassa norðvestanátt og snjókomu eða slyddu um landið norðanvert, en úrkomulítið sunnantil. Veiðimenn eru hvattir til að fylgjast vel með veðurspá. Það er annars góður hugur í þeim rjúpnaskyttum sem Veiðivísir hefur heyrt frá með þessa rjúpnavertíð en menn fullyrða að það sé mun meira af rjúpu en talningar gáfu til kynna. Mest lesið Styttist í að Ytri Rangá detti í 5.000 laxa Veiði Bannað að veiða á nóttunni á Þingvöllum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Sjóbirtingur rétt við höfuðborgarsvæðið Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði Hnúðlaxar veiðast sem aldrei fyrr Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Fín veiði í Eyrarvatni Veiði Vatnaveiðin víða góð þessa dagana Veiði
Fyrsta veiðihelgin þar sem gengið er til rjúpna er um næstu helgi frá föstudegi til laugardags og næstu þrjár helgar þar á eftir. Það verður þó að segjast að veðurspáin er heldur leiðinleg en það er þó spáð ágætu veðri á föstudeginum nokkuð víða en á vef Veðurstofunnar er spáin eftirfarandi. Á föstudag: Suðvestan kaldi með éljum, en hægari og léttskýjað austanlands. Hiti 0 til 5 stig. Á laugardag: Líklega allhvöss sunnanátt austanlands með rigningu, en norðaustanátt um landið vestanvert og fer yfir í slyddu eða snjókomu norðvestanlands. Á sunnudag: Útlit fyrir nokkuð hvassa norðvestanátt og snjókomu eða slyddu um landið norðanvert, en úrkomulítið sunnantil. Veiðimenn eru hvattir til að fylgjast vel með veðurspá. Það er annars góður hugur í þeim rjúpnaskyttum sem Veiðivísir hefur heyrt frá með þessa rjúpnavertíð en menn fullyrða að það sé mun meira af rjúpu en talningar gáfu til kynna.
Mest lesið Styttist í að Ytri Rangá detti í 5.000 laxa Veiði Bannað að veiða á nóttunni á Þingvöllum Veiði Lax eða sjóbirtingur? Veiði Veiði lokið í Eyjafjarðará Veiði Sjóbirtingur rétt við höfuðborgarsvæðið Veiði Veiðileyfasalan hafin á Agn.is Veiði Hnúðlaxar veiðast sem aldrei fyrr Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Fín veiði í Eyrarvatni Veiði Vatnaveiðin víða góð þessa dagana Veiði