Leiðindi María Bjarnadóttir skrifar 28. október 2016 07:00 Er eitthvað leiðinlegra en lýðræði? Ferlar, samráð, málamiðlanir, verklag og reglulegar kosningar með loforðaflaumi og símhringingum vina og fjölskyldu frambjóðenda sem jafnvel brjóta gegn lögum um bannmerkingar í Þjóðskrá! Hvers vegna er þetta eiginlega lagt á okkur?! Getur ekki bara einhver séð um þessi mál? Viðkomandi þarf þó að vera viðbragðsfljótur gagnvart öllu tilfallandi óréttlæti heima og heiman sem við lesum um á internetinu og kröfum okkar sem birtast með undirskriftalistum og deilingum á samfélagsmiðlum. Í raun þyrfti viðkomandi að vera vakandi fyrir öllum statusum á internetinu sem birtast í hástöfum, þar er oft mikilvæga afstöðu að finna sem bara VERÐUR að bregðast við. STRAX. Í vikunni stóð ég fyrir framan listaverkið 28. júlí í Louvre safninu í París og kiknaði aðeins í hnjánum af þakklæti. Berbrjósta byltingarleiðtogi með franska fánann leiðir fólkið til sigurs; til lýðræðis frá einræði. Frá helsi til frelsis. Fórnirnar sem hafa verið færðar til þess að tryggja verkamönnum, kaupmönnum og konum, fólki eins og mér, þátttökurétt við ákvarðanatöku um stjórnun vestrænna samfélaga eru ólýsanlegar. Samfélög og lýðræði hafa þróast svo hratt að veruleiki pöpulsins í París virðist næstum ekki eiga neitt erindi í nútímanum. Samt eiga byltingar nútímans sér líka stað undir forystu berbrjósta kvenna og enn þá eru kökur hápólitískt umræðuefni. Það er kannski leiðinlegt, en það er langsamlega skásta fyrirkomulagið sem í boði er. Eina leiðin til að viðhalda því er að nota það, til dæmis með því að kjósa þegar færi gefst.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Bjarnadóttir Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Er eitthvað leiðinlegra en lýðræði? Ferlar, samráð, málamiðlanir, verklag og reglulegar kosningar með loforðaflaumi og símhringingum vina og fjölskyldu frambjóðenda sem jafnvel brjóta gegn lögum um bannmerkingar í Þjóðskrá! Hvers vegna er þetta eiginlega lagt á okkur?! Getur ekki bara einhver séð um þessi mál? Viðkomandi þarf þó að vera viðbragðsfljótur gagnvart öllu tilfallandi óréttlæti heima og heiman sem við lesum um á internetinu og kröfum okkar sem birtast með undirskriftalistum og deilingum á samfélagsmiðlum. Í raun þyrfti viðkomandi að vera vakandi fyrir öllum statusum á internetinu sem birtast í hástöfum, þar er oft mikilvæga afstöðu að finna sem bara VERÐUR að bregðast við. STRAX. Í vikunni stóð ég fyrir framan listaverkið 28. júlí í Louvre safninu í París og kiknaði aðeins í hnjánum af þakklæti. Berbrjósta byltingarleiðtogi með franska fánann leiðir fólkið til sigurs; til lýðræðis frá einræði. Frá helsi til frelsis. Fórnirnar sem hafa verið færðar til þess að tryggja verkamönnum, kaupmönnum og konum, fólki eins og mér, þátttökurétt við ákvarðanatöku um stjórnun vestrænna samfélaga eru ólýsanlegar. Samfélög og lýðræði hafa þróast svo hratt að veruleiki pöpulsins í París virðist næstum ekki eiga neitt erindi í nútímanum. Samt eiga byltingar nútímans sér líka stað undir forystu berbrjósta kvenna og enn þá eru kökur hápólitískt umræðuefni. Það er kannski leiðinlegt, en það er langsamlega skásta fyrirkomulagið sem í boði er. Eina leiðin til að viðhalda því er að nota það, til dæmis með því að kjósa þegar færi gefst.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun