GoPro snýr sér að drónunum Samúel Karl Ólason skrifar 20. september 2016 16:45 Karma á flugi. Vísir/AFP Myndavélaframleiðandinn GoPro hefur nú hafið sókn á drónamarkaðinn. Fyrirtækið kynnti í gær drónann Karma og myndavélarnar Hero 5 Black og Hero 5 Session (ódýrari týpan). Án efa var það dróninni sem hefur vakið meiri athygli. GoPro hefur átt í vandræðum í ár og hefur ekki tekist að skila hagnaði. Tekjur fyrirtækisins hafa minnkað um allt að helming á milli ársfjórðunga. Nick Woodman, stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hefur lofað hluthöfum að fyrirtækið muni skila hagnaði á árinu og segir að það markmið standi enn. Hann segir nýju vörur þeirra vera þær bestu sem fyrirtækið hafi framleitt.Hér má sjá auglýsingu fyrir Hero 5 og Karma. Staðreyndin er hins vegar sú að markaðurinn sem GoPro opnaði er orðinn þéttsetinn. Þá verða myndavélar í símum og öðrum tækjum sífellt betri.Það fer lítið fyrir Karma Dróninn Karma er ekki fyrirferðarmikill og er hægt að brjóta hann saman og koma honum fyrir í þar til gerðum bakpoka. Þá er dróninn mjög léttur og hámarkshraði hans er um 55 kílómetrar á klukkustund. Hægt er að fljúga honum í um kílómeters fjarlægð og dugar rafhlaða hans í um tuttugu mínútur. Karma fylgir sérstök fjarstýring með skjá svo snjallsími er ekki nauðsynlegur til að fljúga honum eins og með svo marga aðra dróna. Það sem dróninn hefur ekki er búnaður sem kemur í veg fyrir að hann fljúgi á manneskjur eða veggi. Blaðamaður Verge fer yfir helstu kosti og ókosti Karma.Hero 5 Black er vatnsheld svo ekki er nauðsynlegt að hafa hulstur utan um hana eins og fyrri myndavélar GoPro. Hún er raddstýrð og býr yfir búnaði sem kemur í veg fyrir hristing á myndböndum og myndum sem teknar eru. Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Myndavélaframleiðandinn GoPro hefur nú hafið sókn á drónamarkaðinn. Fyrirtækið kynnti í gær drónann Karma og myndavélarnar Hero 5 Black og Hero 5 Session (ódýrari týpan). Án efa var það dróninni sem hefur vakið meiri athygli. GoPro hefur átt í vandræðum í ár og hefur ekki tekist að skila hagnaði. Tekjur fyrirtækisins hafa minnkað um allt að helming á milli ársfjórðunga. Nick Woodman, stofnandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins, hefur lofað hluthöfum að fyrirtækið muni skila hagnaði á árinu og segir að það markmið standi enn. Hann segir nýju vörur þeirra vera þær bestu sem fyrirtækið hafi framleitt.Hér má sjá auglýsingu fyrir Hero 5 og Karma. Staðreyndin er hins vegar sú að markaðurinn sem GoPro opnaði er orðinn þéttsetinn. Þá verða myndavélar í símum og öðrum tækjum sífellt betri.Það fer lítið fyrir Karma Dróninn Karma er ekki fyrirferðarmikill og er hægt að brjóta hann saman og koma honum fyrir í þar til gerðum bakpoka. Þá er dróninn mjög léttur og hámarkshraði hans er um 55 kílómetrar á klukkustund. Hægt er að fljúga honum í um kílómeters fjarlægð og dugar rafhlaða hans í um tuttugu mínútur. Karma fylgir sérstök fjarstýring með skjá svo snjallsími er ekki nauðsynlegur til að fljúga honum eins og með svo marga aðra dróna. Það sem dróninn hefur ekki er búnaður sem kemur í veg fyrir að hann fljúgi á manneskjur eða veggi. Blaðamaður Verge fer yfir helstu kosti og ókosti Karma.Hero 5 Black er vatnsheld svo ekki er nauðsynlegt að hafa hulstur utan um hana eins og fyrri myndavélar GoPro. Hún er raddstýrð og býr yfir búnaði sem kemur í veg fyrir hristing á myndböndum og myndum sem teknar eru.
Mest lesið Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent