Körfubolti

Dominos körfuboltakvöld snýr aftur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar

Domino's körfuboltakvöld verður áfram á dagskrá Stöðvar 2 Sport í vetur en ljóst er að það er frábært tímabil fram undan í körfunni.

Kjartan Atli Kjartansson mun áfram stýra þættinum í vetur en hann hóf göngu sína fyrir ári síðan og er óhætt að segja að þátturinn hafi slegið í gegn.

Fannar Ólafsson, Jón Halldór Eðvaldsson, Hermann Hauksson og Kristinn Geir Friðriksson verða áfram sérfræðingar þáttarins.

KR er ríkjandi Íslandsmeistari og líklegt að vesturbæingar verði áfram í titilbaráttunni í vetur, ekki síst eftir að félagið gekk frá samningum við Jón Arnór Stefánsson.

Þá er Hlynur Bæringsson sagður á leið í íslenska körfuboltann á nýjan leik en hann hefur einnig verið orðaður við KR.

Strákarnir í Körfuboltakvöldi hafa minnt á sig með þessari frábæru stiklu sem má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.