112 sm lax stærsti laxinn í sumar Karl Lúðvíksson skrifar 25. ágúst 2016 23:00 Í kvöld var dreginn á land lax sem er klárlega sá stærsti sem hefur komið á land í sumar en fiskurinn var 112 sm að lengd. Það kemur líklega fáum á óvart að þessi sannkallaði risalax kom á land í Laxá í Aðaldal á veiðistaðnum Breiðeyri sem tilheyrir Laxárfélagssvæðinu. Laxinn tók Hairy Mary númar og og var mældur eins og áður segir 112 sm en fiskur af þessari stærð er samkvæmt kvarðanum frá Veiðimálastofnun 13.8 kíló að þyngd en eins og myndin ber með sér er þetta mjög þykkur og flottur fiskur svo hann getur vel verið og er líklega þyngri en það. Það hafa komið margir stórir laxar úr Laxá í sumar og það hefur varla liðið dagur án þess að fréttir af stórlöxum berast frá ánni. Hingað til hafði 108 sem laxinn sem Eric Clapton landaði í Vatnsdalsá verið stærsti laxinn en það sumarmet hefur verið slegið og ljóst að það verður ekki auðvelt að toppa þennan lax. Nú er haustið að hellast yfir laxveiðiárnar og þá fara stóru hængarnir gjarnan á stjá og þeir eru yfirleitt grimmir í flugur veiðimanna á þessum árstíma svo við eigum klárlega eftir að fá frekari fréttir af stórlöxum áður en þessi vertíð er úti og við getum líka gengið að því vísu að þetta er ekki síðasti stórlaxinn sem verður dreginn úr Laxá á þessu veiðisumri. Mest lesið Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Enn ein áin í útboð Veiði Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Lausir dagar í Ytri Rangá Veiði Ljósmyndasýning úr Veiðivötnum Veiði Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði 30 laxar á tvær stangir í síðasta holli Veiði Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði
Í kvöld var dreginn á land lax sem er klárlega sá stærsti sem hefur komið á land í sumar en fiskurinn var 112 sm að lengd. Það kemur líklega fáum á óvart að þessi sannkallaði risalax kom á land í Laxá í Aðaldal á veiðistaðnum Breiðeyri sem tilheyrir Laxárfélagssvæðinu. Laxinn tók Hairy Mary númar og og var mældur eins og áður segir 112 sm en fiskur af þessari stærð er samkvæmt kvarðanum frá Veiðimálastofnun 13.8 kíló að þyngd en eins og myndin ber með sér er þetta mjög þykkur og flottur fiskur svo hann getur vel verið og er líklega þyngri en það. Það hafa komið margir stórir laxar úr Laxá í sumar og það hefur varla liðið dagur án þess að fréttir af stórlöxum berast frá ánni. Hingað til hafði 108 sem laxinn sem Eric Clapton landaði í Vatnsdalsá verið stærsti laxinn en það sumarmet hefur verið slegið og ljóst að það verður ekki auðvelt að toppa þennan lax. Nú er haustið að hellast yfir laxveiðiárnar og þá fara stóru hængarnir gjarnan á stjá og þeir eru yfirleitt grimmir í flugur veiðimanna á þessum árstíma svo við eigum klárlega eftir að fá frekari fréttir af stórlöxum áður en þessi vertíð er úti og við getum líka gengið að því vísu að þetta er ekki síðasti stórlaxinn sem verður dreginn úr Laxá á þessu veiðisumri.
Mest lesið Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Enn ein áin í útboð Veiði Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði Lausir dagar í Ytri Rangá Veiði Ljósmyndasýning úr Veiðivötnum Veiði Veiðimenn kvarta undan illa merktum laxveiðiám Veiði 30 laxar á tvær stangir í síðasta holli Veiði Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Laxá í Ásum fór á 28 milljónir Veiði