Eitur í æðum Tómas Þór Þórðarson skrifar 18. ágúst 2016 08:00 Ég elska Ólympíuleikana. Það er fátt fallegra en að sjá til dæmis spretthlaupara, sundkappa, fimleikadrottningu eða skylmingamann uppskera gullverðlaun á þessu stærsta íþróttamóti heims eftir fjögurra ára þrotlausar æfingar. Þarna eru engar milljónir í boði. Bara strangheiðarleg gullmedalía sem alla íþróttamenn dreymir um. Ég mun aldrei gleyma stundinni þegar ég varð ástfanginn af íþróttum. Ég stalst tólf ára inn í sjónvarpsherbergi þegar ég átti að vera sofandi til að sjá frjálsíþróttakeppnina eitt kvöldið í Atlanta 1996. Charles Austin, bandarískur hástökkvari, vann gull á eins dramatískan hátt og mögulegt var. Eitt stökk fyrir sigri og auðvitað negldi hann það. Hollywood-stund í Atlanta og að sjálfsögðu á Ólympíuleikunum. Það sem er að eitra Ólympíugleði mína þetta árið eru þessir fjandans svindlarar sem notast við árangursbætandi efni. Ég er ekki heimskur og átta mig á því að þetta hefur viðgengist í áratugi en út af Rússunum hafa lyfjamál sjaldan eða aldrei verið meira í brennidepli fyrir leikana. Fyrir nokkrum dögum vann óþekktur Suður-Afríkumaður 400 metra hlaup karla. Hann hljóp á áttundu braut og átti ekki að skipta máli í hlaupinu. Hann tók sig ekki bara til og vann heldur bætti heimsmet Michaels Johnson sem enginn hefur verið nálægt í fimmtán ár. Í staðinn fyrir að fagna þessari nýju stjörnu og kætast yfir því að hafa orðið vitni að enn einni risastund í sögu Ólympíuleikanna greip ég sjálfan mig í því að ásaka hann um lyfjamisferli. Ég bara trúði ekki að óþekktur hlaupari gæti orðið að stjörnu á einni nóttu og hvað þá slegið þetta rosalega heimsmet. Alveg eins og sum skemmd epli í íþróttaheiminum eru búin að eitra líkama sína eru þessir sömu bjánar búnir að eitra huga minn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Skoðun Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Halldór 05.07.2025 Halldór Baldursson Halldór Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun
Ég elska Ólympíuleikana. Það er fátt fallegra en að sjá til dæmis spretthlaupara, sundkappa, fimleikadrottningu eða skylmingamann uppskera gullverðlaun á þessu stærsta íþróttamóti heims eftir fjögurra ára þrotlausar æfingar. Þarna eru engar milljónir í boði. Bara strangheiðarleg gullmedalía sem alla íþróttamenn dreymir um. Ég mun aldrei gleyma stundinni þegar ég varð ástfanginn af íþróttum. Ég stalst tólf ára inn í sjónvarpsherbergi þegar ég átti að vera sofandi til að sjá frjálsíþróttakeppnina eitt kvöldið í Atlanta 1996. Charles Austin, bandarískur hástökkvari, vann gull á eins dramatískan hátt og mögulegt var. Eitt stökk fyrir sigri og auðvitað negldi hann það. Hollywood-stund í Atlanta og að sjálfsögðu á Ólympíuleikunum. Það sem er að eitra Ólympíugleði mína þetta árið eru þessir fjandans svindlarar sem notast við árangursbætandi efni. Ég er ekki heimskur og átta mig á því að þetta hefur viðgengist í áratugi en út af Rússunum hafa lyfjamál sjaldan eða aldrei verið meira í brennidepli fyrir leikana. Fyrir nokkrum dögum vann óþekktur Suður-Afríkumaður 400 metra hlaup karla. Hann hljóp á áttundu braut og átti ekki að skipta máli í hlaupinu. Hann tók sig ekki bara til og vann heldur bætti heimsmet Michaels Johnson sem enginn hefur verið nálægt í fimmtán ár. Í staðinn fyrir að fagna þessari nýju stjörnu og kætast yfir því að hafa orðið vitni að enn einni risastund í sögu Ólympíuleikanna greip ég sjálfan mig í því að ásaka hann um lyfjamisferli. Ég bara trúði ekki að óþekktur hlaupari gæti orðið að stjörnu á einni nóttu og hvað þá slegið þetta rosalega heimsmet. Alveg eins og sum skemmd epli í íþróttaheiminum eru búin að eitra líkama sína eru þessir sömu bjánar búnir að eitra huga minn.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun