Um traust og heift Þorvaldur Gylfason skrifar 18. ágúst 2016 08:00 Kreppan í Grikklandi hefur markað djúp spor í þjóðlífið þar suður frá, spor sem ná langt út fyrir vettvang efnahagslífsins. Fjórði hver vinnufús Grikki er atvinnulaus. Kaupmáttur landsframleiðslu á mann í Grikklandi er nú fjórðungi minni en hann var 2007. Til samanburðar er kaupmáttur landsframleiðslu á mann hér heima nú í ár loksins aftur orðinn sá sem hann var fyrir hrun, 2007. Landsframleiðsla á hverja vinnustund var um aldamótin 2000 hin sama í Grikklandi og á Íslandi, 32 Bandaríkjadalir á vinnustund í báðum löndum, en hún er nú 34 dalir á tímann í Grikklandi á móti 44 dölum hér heima (og 64 dölum í Danmörku). Hér er átt við meðaltöl. Ólíkum hópum hefur vegnað misvel í kjölfar kreppunnar.Grískar hagtölurHvers vegna fór Grikkland allra landa verst út úr hremmingum undangenginna ára? Af því er mikil saga. Reynslusaga fv. hagstofustjóra Grikklands bregður birtu á málið. Hann heitir Andreas Georgiou, er hagfræðingur með doktorspróf frá Michigan-háskóla og starfaði í rösk 20 ár í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington. Hann var kvaddur heim til Grikklands 2010 til að veita Hagstofu Grikklands forstöðu og taka þar til hendinni þar eð grískar hagtölur voru ekki aðeins í ólestri heldur voru þær beinlínis alþjóðlegt athlægi. Hugtakið „grískar hagtölur“ varð að samheiti fyrir bókhaldsóreiðu og blygðunarlaust talnafals. Hagstofan hafði logið til um hallann á ríkisbúskapnum. Allir vissu að hallinn var mun meiri en skýrslur hagstofunnar hermdu.Tíu ára fangelsi fyrir að segja satt?Allir gátu séð að rangar tölur áttu sinn þátt í hruni grísks efnahags eftir 2007. Ætla mætti því að létt hefði til þegar leiðréttar tölur litu að endingu dagsins ljós undir forustu nýs hagstofustjóra sem hafði alið allan sinn starfsaldur í útlöndum og stóð því utan allra flokkadrátta heima fyrir. Svo fór þó ekki. Útsendarar í starfsliði hagstofunnar brutust inn í tölvuna hans til að reyna að finna þar skeyti sem dygðu til að koma höggi á hann. Hann var ásamt tveim samstarfsmönnum ákærður fyrir að skaða hagsmuni Grikklands með því að birta tölur sem komu landinu illa í samningum við kröfuhafa og síðan við þríeykið svo nefnda (ESB, Evrópska seðlabankann og AGS). Erlendar eftirlitsstofnanir hafa vottað að nýju tölurnar eru réttar. Mestum hluta málsins gegn hagstofustjóranum var vísað frá undirrétti og hann lét stoltur af starfi í fyrra eftir fimm ára þjónustu. Í síðustu viku fékk hann þá fregn að Hæstiréttur Grikklands hefði tekið málið upp aftur og vísað því til áfrýjunardómstóls sem gæti átt eftir að kveða upp allt að tíu ára fangelsisdóm yfir hagstofustjóranum og samstarfsmönnum hans fyrir að segja satt.Spilling eykur heiftÞessi saga þarf ekki að koma neinum á óvart. Fyrir liggur að Grikkland morar í spillingu. Rannsókn Gallups á skoðunum fólks á spillingu um heiminn sýnir að 92% aðspurðra Grikkja telja spillingu útbreidda í stjórnmálum landsins á móti 67% aðspurðra á Íslandi og 15% í Danmörku. Tölur sýna að vantraust í garð stofnana samfélagsins er nú meira í Grikklandi en í nokkru öðru ESB-landi. Spilling og vantraust kynda undir heift. Yanis Varoufakis sem var áður prófessor í hagfræði í Bandaríkjunum og var fjármálaráðherra Grikklands í nokkra mánuði fyrri hluta árs 2015 á yfir höfði sér ákæru fyrir landráð. Heiftin nær langt út fyrir landsteinana. Rektor Texasháskóla barst nýlega kæra 23ja grískra háskólakennara í Bandaríkjunum á hendur James K. Galbraith prófessor í hagfræði í skólanum þar sem hann er sakaður um landráðamakk sem ráðgjafi gríska fjármálaráðherrans og um að hafa varpað rýrð á Texasháskóla. Ásakanarnir eru fráleitar, segir Galbraith sem hélt fyrirlestur um Grikkland í hátíðasal Háskóla Íslands fyrr í sumar. Þessi rammpólitíski málarekstur er sumpart afleiðing eitraðs andrúmslofts í hrundu landi og vitnar einnig um djúpar sprungur og spillingu sem grófu undan trausti milli manna og urðu þannig ásamt öðru valdur að hruni. Íslenzkar hliðstæður sumra þessara mála gætu verið efni í aðra grein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið JL húsið og að éta það sem úti frýs… Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun Leiðréttum launin Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Ég skvetti málningu á bandaríska sendiráðið en hér er opið bréf til utanríkisráðherra Margrét Rut Eddudóttir Skoðun JL Gettó Hildur Björnsdóttir Skoðun Landlæknir veldur skaða Lárus Sigurður Lárusson Skoðun Sveitarfélögin okkar eiga alls ekki að skipta við Rapyd Hópur íbúa í sveitarfélögum sem stunda viðskipti við Rapyd Skoðun Byggjum raðhús í Hvalfjarðargöngum Matthías Arngrímsson Skoðun Óskrifuðu Pálínuboðorðin Óskar Jónasson Skoðun Sjálfskipaðir sérfræðingar samgöngumála Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun „Hvert stefnirðu?“ Arna Stefanía Guðmundsdóttir Skoðun
Kreppan í Grikklandi hefur markað djúp spor í þjóðlífið þar suður frá, spor sem ná langt út fyrir vettvang efnahagslífsins. Fjórði hver vinnufús Grikki er atvinnulaus. Kaupmáttur landsframleiðslu á mann í Grikklandi er nú fjórðungi minni en hann var 2007. Til samanburðar er kaupmáttur landsframleiðslu á mann hér heima nú í ár loksins aftur orðinn sá sem hann var fyrir hrun, 2007. Landsframleiðsla á hverja vinnustund var um aldamótin 2000 hin sama í Grikklandi og á Íslandi, 32 Bandaríkjadalir á vinnustund í báðum löndum, en hún er nú 34 dalir á tímann í Grikklandi á móti 44 dölum hér heima (og 64 dölum í Danmörku). Hér er átt við meðaltöl. Ólíkum hópum hefur vegnað misvel í kjölfar kreppunnar.Grískar hagtölurHvers vegna fór Grikkland allra landa verst út úr hremmingum undangenginna ára? Af því er mikil saga. Reynslusaga fv. hagstofustjóra Grikklands bregður birtu á málið. Hann heitir Andreas Georgiou, er hagfræðingur með doktorspróf frá Michigan-háskóla og starfaði í rösk 20 ár í Alþjóðagjaldeyrissjóðnum í Washington. Hann var kvaddur heim til Grikklands 2010 til að veita Hagstofu Grikklands forstöðu og taka þar til hendinni þar eð grískar hagtölur voru ekki aðeins í ólestri heldur voru þær beinlínis alþjóðlegt athlægi. Hugtakið „grískar hagtölur“ varð að samheiti fyrir bókhaldsóreiðu og blygðunarlaust talnafals. Hagstofan hafði logið til um hallann á ríkisbúskapnum. Allir vissu að hallinn var mun meiri en skýrslur hagstofunnar hermdu.Tíu ára fangelsi fyrir að segja satt?Allir gátu séð að rangar tölur áttu sinn þátt í hruni grísks efnahags eftir 2007. Ætla mætti því að létt hefði til þegar leiðréttar tölur litu að endingu dagsins ljós undir forustu nýs hagstofustjóra sem hafði alið allan sinn starfsaldur í útlöndum og stóð því utan allra flokkadrátta heima fyrir. Svo fór þó ekki. Útsendarar í starfsliði hagstofunnar brutust inn í tölvuna hans til að reyna að finna þar skeyti sem dygðu til að koma höggi á hann. Hann var ásamt tveim samstarfsmönnum ákærður fyrir að skaða hagsmuni Grikklands með því að birta tölur sem komu landinu illa í samningum við kröfuhafa og síðan við þríeykið svo nefnda (ESB, Evrópska seðlabankann og AGS). Erlendar eftirlitsstofnanir hafa vottað að nýju tölurnar eru réttar. Mestum hluta málsins gegn hagstofustjóranum var vísað frá undirrétti og hann lét stoltur af starfi í fyrra eftir fimm ára þjónustu. Í síðustu viku fékk hann þá fregn að Hæstiréttur Grikklands hefði tekið málið upp aftur og vísað því til áfrýjunardómstóls sem gæti átt eftir að kveða upp allt að tíu ára fangelsisdóm yfir hagstofustjóranum og samstarfsmönnum hans fyrir að segja satt.Spilling eykur heiftÞessi saga þarf ekki að koma neinum á óvart. Fyrir liggur að Grikkland morar í spillingu. Rannsókn Gallups á skoðunum fólks á spillingu um heiminn sýnir að 92% aðspurðra Grikkja telja spillingu útbreidda í stjórnmálum landsins á móti 67% aðspurðra á Íslandi og 15% í Danmörku. Tölur sýna að vantraust í garð stofnana samfélagsins er nú meira í Grikklandi en í nokkru öðru ESB-landi. Spilling og vantraust kynda undir heift. Yanis Varoufakis sem var áður prófessor í hagfræði í Bandaríkjunum og var fjármálaráðherra Grikklands í nokkra mánuði fyrri hluta árs 2015 á yfir höfði sér ákæru fyrir landráð. Heiftin nær langt út fyrir landsteinana. Rektor Texasháskóla barst nýlega kæra 23ja grískra háskólakennara í Bandaríkjunum á hendur James K. Galbraith prófessor í hagfræði í skólanum þar sem hann er sakaður um landráðamakk sem ráðgjafi gríska fjármálaráðherrans og um að hafa varpað rýrð á Texasháskóla. Ásakanarnir eru fráleitar, segir Galbraith sem hélt fyrirlestur um Grikkland í hátíðasal Háskóla Íslands fyrr í sumar. Þessi rammpólitíski málarekstur er sumpart afleiðing eitraðs andrúmslofts í hrundu landi og vitnar einnig um djúpar sprungur og spillingu sem grófu undan trausti milli manna og urðu þannig ásamt öðru valdur að hruni. Íslenzkar hliðstæður sumra þessara mála gætu verið efni í aðra grein.
Ég skvetti málningu á bandaríska sendiráðið en hér er opið bréf til utanríkisráðherra Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Sveitarfélögin okkar eiga alls ekki að skipta við Rapyd Hópur íbúa í sveitarfélögum sem stunda viðskipti við Rapyd Skoðun
Ég skvetti málningu á bandaríska sendiráðið en hér er opið bréf til utanríkisráðherra Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Sveitarfélögin okkar eiga alls ekki að skipta við Rapyd Hópur íbúa í sveitarfélögum sem stunda viðskipti við Rapyd Skoðun