Hægist heldur á veiðinni í Veiðivötnum Karl Lúðvíksson skrifar 6. ágúst 2016 10:15 Flott veiði úr Fossvötnum í Veiðivötnum Mynd: Bryndís Magnúsdóttir Það er ekki bara í laxveiðinni þar sem einmuna veðurblíða gerir veiðimönnum lífið leitt og fiskinn tregann. Silungsveiðimenn finna líka vel fyrir þessu því fiskurinn hegðar sér yfirleitt þannig þegar sólin skín allann daginn og vötnin hitna að hann leggst niður í kalt vatn á eins miklu dýpi og hann finnur og þar liggur hann þar til yfirborðsvatnið kólnar á nýjan leik. En einmitt þess vegna við þessar aðstæður tekur fiskurinn oft fyrst á morgnana og mjög seint á kvöldin. Það var til að mynda afskaplega róleg veiði í Veiðivötnum síðustu tvær vikur en þar hefur á köflum verið mjög gott veður og mikil sól. Það hafa þó einstaka veiðimenn gert betri veiði en aðrir en það eru þó ekki margir sem hafa fagnað mikilli lukku í vötnunum þegar best viðrar. Það er þó vonandi að verða breyting þar á því í langt tíma spánni er rigning og töluverðar veðrabreytingar í vændum og það gæti hleypt góðu lífi í vötn og ár landsins. Heildarveiðin í Veiðivötnum er komin í 15.210 fiska sem skiptist í 6.194 urriða og 9.016 bleikjur. Mest lesið Annar risavaxinn urriði úr Þingvallavatni Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Fékk tvo fiska á í sama kastinu í Norðurá og missti þá báða Veiði Topp 20 listinn yfir aflahæstu flugurnar í Elliðaánum Veiði Ótrúleg veiði Sogsmanna í Stóru-Laxá Veiði Hlíðarvatn gaf aðeins 725 bleikjur í fyrrasumar Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Frábær veiði á stöng í Jöklu 2011 Veiði Breytingar á laxastiga við Steinboga í biðstöðu Veiði "Ég er ákaflega svekktur" Veiði
Það er ekki bara í laxveiðinni þar sem einmuna veðurblíða gerir veiðimönnum lífið leitt og fiskinn tregann. Silungsveiðimenn finna líka vel fyrir þessu því fiskurinn hegðar sér yfirleitt þannig þegar sólin skín allann daginn og vötnin hitna að hann leggst niður í kalt vatn á eins miklu dýpi og hann finnur og þar liggur hann þar til yfirborðsvatnið kólnar á nýjan leik. En einmitt þess vegna við þessar aðstæður tekur fiskurinn oft fyrst á morgnana og mjög seint á kvöldin. Það var til að mynda afskaplega róleg veiði í Veiðivötnum síðustu tvær vikur en þar hefur á köflum verið mjög gott veður og mikil sól. Það hafa þó einstaka veiðimenn gert betri veiði en aðrir en það eru þó ekki margir sem hafa fagnað mikilli lukku í vötnunum þegar best viðrar. Það er þó vonandi að verða breyting þar á því í langt tíma spánni er rigning og töluverðar veðrabreytingar í vændum og það gæti hleypt góðu lífi í vötn og ár landsins. Heildarveiðin í Veiðivötnum er komin í 15.210 fiska sem skiptist í 6.194 urriða og 9.016 bleikjur.
Mest lesið Annar risavaxinn urriði úr Þingvallavatni Veiði Veiðivötn: 19. 647 silungar veiddust á stöng Veiði Fékk tvo fiska á í sama kastinu í Norðurá og missti þá báða Veiði Topp 20 listinn yfir aflahæstu flugurnar í Elliðaánum Veiði Ótrúleg veiði Sogsmanna í Stóru-Laxá Veiði Hlíðarvatn gaf aðeins 725 bleikjur í fyrrasumar Veiði Veiddi 34 punda lax við Tannastaði Veiði Frábær veiði á stöng í Jöklu 2011 Veiði Breytingar á laxastiga við Steinboga í biðstöðu Veiði "Ég er ákaflega svekktur" Veiði