Eyjafjarðará að taka við sér á nýjan leik Karl Lúðvíksson skrifar 6. ágúst 2016 13:00 Stór bleikja úr Eyjafjarðará Eyjafjarðará átti nokkra dýfu í veiði og var komin á þann stað að nokkrar áhyggjur voru meðal unnenda hennar um framhaldið. Þær áhyggjur ættu að vera að baki því það er greinilegt það sem af er þessu tímabili að áin er að taka vel við sér. Í opnuninni á svæði 5 fyrir nokkrum dögum veiddust 24 fiskar og sást fiskur á vel flestum stöðum á svæðinu. Bleikjan er mjög væn en um helmingurinn af henni var um og yfir 50 sm og nokkrar yfir 60 sm. Veiðimenn sem voru á svæðinu þekkja það vel og hafa veitt það lengi segja að það sé greinilegt að mikill viðsnúningur sé að verða í ánni og að þetta væri að verða eins í þá daga sem áin var hvað best. Veiðin hefur líka verið góð á öðrum svæðum og bleikjurnar stórar en stærsta bleikjan sem hefur veiðst í ánni hingað til er 71 sm af svæði 4 og er þetta líklega ein stærsta bleikja sem hefur verið færð til bókar í sumar. Þú finnur meira um Eyjafjarðará hér m.a. veiðibók og upplýsingar um ánna. Mest lesið Lausir dagar í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Ljósmyndasýning úr Veiðivötnum Veiði Úr sjö í forgjöf í 50 daga veiði Veiði Enn ein áin í útboð Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði
Eyjafjarðará átti nokkra dýfu í veiði og var komin á þann stað að nokkrar áhyggjur voru meðal unnenda hennar um framhaldið. Þær áhyggjur ættu að vera að baki því það er greinilegt það sem af er þessu tímabili að áin er að taka vel við sér. Í opnuninni á svæði 5 fyrir nokkrum dögum veiddust 24 fiskar og sást fiskur á vel flestum stöðum á svæðinu. Bleikjan er mjög væn en um helmingurinn af henni var um og yfir 50 sm og nokkrar yfir 60 sm. Veiðimenn sem voru á svæðinu þekkja það vel og hafa veitt það lengi segja að það sé greinilegt að mikill viðsnúningur sé að verða í ánni og að þetta væri að verða eins í þá daga sem áin var hvað best. Veiðin hefur líka verið góð á öðrum svæðum og bleikjurnar stórar en stærsta bleikjan sem hefur veiðst í ánni hingað til er 71 sm af svæði 4 og er þetta líklega ein stærsta bleikja sem hefur verið færð til bókar í sumar. Þú finnur meira um Eyjafjarðará hér m.a. veiðibók og upplýsingar um ánna.
Mest lesið Lausir dagar í Ytri Rangá Veiði Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Veiðin 2012: „Ár vonbrigðanna" Veiði Veiðikvöld í Dalnum hjá SVFR Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Ljósmyndasýning úr Veiðivötnum Veiði Úr sjö í forgjöf í 50 daga veiði Veiði Enn ein áin í útboð Veiði Fyrsti laxinn úr Vatnsdalsá af silungasvæðinu Veiði Sjaldan veiðst jafn margir stórlaxar í Laxá Veiði