Hómófóbía í íþróttum Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. ágúst 2016 07:00 Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flutti hjartnæma ræðu í miðbæ Reykjavíkur á laugardag að lokinni Gleðigöngu Hinsegin daga. Forsetinn gerði það að umtalsefni í ræðunni að margir íþróttamenn í fremstu röð kjósa að halda samkynhneigð sinni leyndri. „Ég vil sérstaklega hvetja alla til að taka á fordómum sem enn þarf að glíma við í heimi íþróttanna. Á Íslandi hefur lesbía orðið forsætisráðherra. Vonandi fáum við bráðum homma í eitthvert okkar ágætu karlalandsliða,“ sagði forsetinn. Hómófóbía og fordómar eru alþjóðlegt vandamál í íþróttaheiminum. Einhverra hluta vegna forðast margir atvinnumenn í íþróttum vestanhafs að greina frá samkynhneigð sinni. Þetta á sérstaklega við í íþróttagreinum eins og ruðningi, hafnabolta og körfubolta. Fáfræðin hefur skotið rótum og það á víst að skyggja á karlmennsku íþróttamanna í þessum greinum að vera hommar. Sem er fráleitt því sönn karlmennska er fólgin í því að vera maður sjálfur. Hvort sem maður girnist konur, karla eða hvort tveggja. Eins og með svo margar breytingar þá byrjar baráttan við eldhúsborðið heima. Fólk þarf að skynja frá fyrstu tíð að samkynhneigð sé eðlileg. Eins og Guðni forseti sagði á laugardag: „Í raun erum við öll hinsegin á einhvern hátt.“ Sagan segir okkur að þeir knattspyrnumenn sem hafa komið út úr skápnum hafi „tapað á því“ sem er vísbending um hversu skammt við erum komin í átt að sönnu jafnrétti. Margir þekkja sögu Justins Fashanu. Hann var dáður atvinnumaður í knattspyrnu sem kom út úr skápnum í Bretlandi árið 1990. Hann sá síðar eftir því og framdi sjálfsvíg mörgum árum síðar þótt ekki hafi verið orsakasamband á milli þeirrar staðreyndar að hann greindi frá kynhneigð sinni og sjálfsvígsins. Þýski knattspyrnumaðurinn Thomas Hitzlsperger kom líka út úr skápnum undir lok ferils síns. Hann þorði ekki að gera það fyrr. Bandaríski knattspyrnumaðurinn David Testo kom út úr skápnum árið 2011 og það eyðilagði feril hans. Aðrir eru minna þekktir. Tölfræðin segir okkur að það séu talsverðar líkur á því að það séu einhverjir samkynhneigðir í landsliðum Íslands í fótbolta, körfubolta eða handbolta. Það er að sjálfsögðu ákvörðun þeirra sjálfra hvort þeir eru áfram inni í skápnum enda er kynhneigð einkamál hvers og eins. Það er enginn að segja að menn verði að koma út úr skápnum til að gefa gott fordæmi. Hins vegar væri það til fyrirmyndar og myndi sýna mikið hugrekki. Ungt hinsegin fólk þessa lands sem stundar íþróttir á skilið að alast upp í samfélagi þar sem það óttast ekki að greina frá kynhneigð sinni. Við þurfum öll að gefa smán og fordómum rauða spjaldið strax. Við getum byrjað á samtalinu heima. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands flutti hjartnæma ræðu í miðbæ Reykjavíkur á laugardag að lokinni Gleðigöngu Hinsegin daga. Forsetinn gerði það að umtalsefni í ræðunni að margir íþróttamenn í fremstu röð kjósa að halda samkynhneigð sinni leyndri. „Ég vil sérstaklega hvetja alla til að taka á fordómum sem enn þarf að glíma við í heimi íþróttanna. Á Íslandi hefur lesbía orðið forsætisráðherra. Vonandi fáum við bráðum homma í eitthvert okkar ágætu karlalandsliða,“ sagði forsetinn. Hómófóbía og fordómar eru alþjóðlegt vandamál í íþróttaheiminum. Einhverra hluta vegna forðast margir atvinnumenn í íþróttum vestanhafs að greina frá samkynhneigð sinni. Þetta á sérstaklega við í íþróttagreinum eins og ruðningi, hafnabolta og körfubolta. Fáfræðin hefur skotið rótum og það á víst að skyggja á karlmennsku íþróttamanna í þessum greinum að vera hommar. Sem er fráleitt því sönn karlmennska er fólgin í því að vera maður sjálfur. Hvort sem maður girnist konur, karla eða hvort tveggja. Eins og með svo margar breytingar þá byrjar baráttan við eldhúsborðið heima. Fólk þarf að skynja frá fyrstu tíð að samkynhneigð sé eðlileg. Eins og Guðni forseti sagði á laugardag: „Í raun erum við öll hinsegin á einhvern hátt.“ Sagan segir okkur að þeir knattspyrnumenn sem hafa komið út úr skápnum hafi „tapað á því“ sem er vísbending um hversu skammt við erum komin í átt að sönnu jafnrétti. Margir þekkja sögu Justins Fashanu. Hann var dáður atvinnumaður í knattspyrnu sem kom út úr skápnum í Bretlandi árið 1990. Hann sá síðar eftir því og framdi sjálfsvíg mörgum árum síðar þótt ekki hafi verið orsakasamband á milli þeirrar staðreyndar að hann greindi frá kynhneigð sinni og sjálfsvígsins. Þýski knattspyrnumaðurinn Thomas Hitzlsperger kom líka út úr skápnum undir lok ferils síns. Hann þorði ekki að gera það fyrr. Bandaríski knattspyrnumaðurinn David Testo kom út úr skápnum árið 2011 og það eyðilagði feril hans. Aðrir eru minna þekktir. Tölfræðin segir okkur að það séu talsverðar líkur á því að það séu einhverjir samkynhneigðir í landsliðum Íslands í fótbolta, körfubolta eða handbolta. Það er að sjálfsögðu ákvörðun þeirra sjálfra hvort þeir eru áfram inni í skápnum enda er kynhneigð einkamál hvers og eins. Það er enginn að segja að menn verði að koma út úr skápnum til að gefa gott fordæmi. Hins vegar væri það til fyrirmyndar og myndi sýna mikið hugrekki. Ungt hinsegin fólk þessa lands sem stundar íþróttir á skilið að alast upp í samfélagi þar sem það óttast ekki að greina frá kynhneigð sinni. Við þurfum öll að gefa smán og fordómum rauða spjaldið strax. Við getum byrjað á samtalinu heima.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun