Tilvistarkreppa Netflix Stjórnarmaðurinn skrifar 20. júlí 2016 09:15 Bréf í streymiþjónustunni Netflix sem skráð er á markað í New York hafa hríðfallið frá vikubyrjun eftir að félagið birti uppgjör fyrir annan ársfjórðung. Einkum voru það áskriftartölur sem skelfdu fjárfesta en Netflix var langt frá því að ná yfirlýstu markmiði um 2,5 milljónir nýrra notenda á fjórðungnum. Það þrátt fyrir að hafa nýverið kynnt þjónustu sína til leiks í 130 nýjum löndum, þar með talið á Íslandi. Netflix hefur um árabil farið með himinskautum á hlutabréfamarkaði. Hátt verð hefur einkum verið réttlætt með væntingum um mikinn tekjuvöxt í náinni framtíð. Streymiþjónustur á borð við Netflix séu framtíðin á meðan hefðbundnari afþreyingarfyrirtæki eigi undir högg að sækja. Þess vegna er Netflix metið á 130x EBIDTA hagnað á meðan hefðbundið sjónvarpsfyrirtæki á borð við Sky er metið á 9 til 10x EBIDTA. Gallinn er bara sá að Netflix á í ákveðinni tilvistarkreppu. Stóru kvikmyndaverin sjá Netflix sem ógn og hafa því dregið verulega úr sölu á efni til þeirra. Af þeim sökum er mikið af gömlu og úr sér gengnu efni á þjónustunni. Þetta hefur líka orðið til þess að Netflix hefur í auknum mæli þurft að stóla á eigin framleiðslu til að halda viðskiptavinum og laða að nýja. Vissulega hefur þeim oft tekist prýðilega til, samanber House of Cards og Narcos, en eigin framleiðsla er gríðarlega kostnaðarsöm. Síðast en ekki síst eru komnar fjölmargar streymiþjónustur sem keppa við Netflix. Má þar nefna Now TV í Bretlandi sem rekið er af Sky og hefur að geyma nýrra og ferskara efni en Netflix. Það er líf í gömlu hundunum og Netflix situr ekki lengur eitt að sínu viðskiptamódeli. Hvað er þá til ráða fyrir Netflix? Einhvern tíma hætta fjárfestar að einblína á framtíðarvöxt og fara að velta fyrir sér tekjum og rekstrarhorfum hér og nú. Í því samhengi er áhugavert að velta því fyrir sér að Sky í Bretlandi hefur aflað meiri nýrra tekna undanfarin ár en Netflix utan Bandaríkjanna. Vandi er um að spá en fyrst áskriftartölur virðast staðnaðar er varla annað að gera en hækka verðið – og umtalsvert ef Netflix ætlar að standast fyrirtækjum á borð við Sky snúning þegar kemur að arðsemi. Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira
Bréf í streymiþjónustunni Netflix sem skráð er á markað í New York hafa hríðfallið frá vikubyrjun eftir að félagið birti uppgjör fyrir annan ársfjórðung. Einkum voru það áskriftartölur sem skelfdu fjárfesta en Netflix var langt frá því að ná yfirlýstu markmiði um 2,5 milljónir nýrra notenda á fjórðungnum. Það þrátt fyrir að hafa nýverið kynnt þjónustu sína til leiks í 130 nýjum löndum, þar með talið á Íslandi. Netflix hefur um árabil farið með himinskautum á hlutabréfamarkaði. Hátt verð hefur einkum verið réttlætt með væntingum um mikinn tekjuvöxt í náinni framtíð. Streymiþjónustur á borð við Netflix séu framtíðin á meðan hefðbundnari afþreyingarfyrirtæki eigi undir högg að sækja. Þess vegna er Netflix metið á 130x EBIDTA hagnað á meðan hefðbundið sjónvarpsfyrirtæki á borð við Sky er metið á 9 til 10x EBIDTA. Gallinn er bara sá að Netflix á í ákveðinni tilvistarkreppu. Stóru kvikmyndaverin sjá Netflix sem ógn og hafa því dregið verulega úr sölu á efni til þeirra. Af þeim sökum er mikið af gömlu og úr sér gengnu efni á þjónustunni. Þetta hefur líka orðið til þess að Netflix hefur í auknum mæli þurft að stóla á eigin framleiðslu til að halda viðskiptavinum og laða að nýja. Vissulega hefur þeim oft tekist prýðilega til, samanber House of Cards og Narcos, en eigin framleiðsla er gríðarlega kostnaðarsöm. Síðast en ekki síst eru komnar fjölmargar streymiþjónustur sem keppa við Netflix. Má þar nefna Now TV í Bretlandi sem rekið er af Sky og hefur að geyma nýrra og ferskara efni en Netflix. Það er líf í gömlu hundunum og Netflix situr ekki lengur eitt að sínu viðskiptamódeli. Hvað er þá til ráða fyrir Netflix? Einhvern tíma hætta fjárfestar að einblína á framtíðarvöxt og fara að velta fyrir sér tekjum og rekstrarhorfum hér og nú. Í því samhengi er áhugavert að velta því fyrir sér að Sky í Bretlandi hefur aflað meiri nýrra tekna undanfarin ár en Netflix utan Bandaríkjanna. Vandi er um að spá en fyrst áskriftartölur virðast staðnaðar er varla annað að gera en hækka verðið – og umtalsvert ef Netflix ætlar að standast fyrirtækjum á borð við Sky snúning þegar kemur að arðsemi.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Loka Brút og Kaffi Ó-le Viðskipti innlent Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Viðskipti innlent Sushi Corner lokar Viðskipti innlent Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Viðskipti innlent Gætum orðið fyrsta landið í heiminum til að snúa þróun offitu við Samstarf „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Viðskipti innlent BMW lækkar verð á nýjustu kynslóð sportjeppans X3 Plug-in Hybrid Samstarf Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip Viðskipti innlent Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Sjá meira