Vogskornar strendur Þorvaldur Gylfason skrifar 7. júlí 2016 07:00 Í Múrmansk, stærstu borg heimsins norðan við heimskautsbaug, sagði gamall Rússi við mig: Við njótum þess hér að eiga góða granna. Hún átti við Norðmenn, Svía og Finna. Orð hennar ylja Íslendingi um hjartarætur. Við heimsækjum þá oft, bætti hún við, og förum því oftar til útlanda en flestir aðrir Rússar ef íbúar Moskvu og Sankti Pétursborgar eru undan skildir. Algeng mánaðarlaun í Múrmansk eru 50 til 60 þúsund krónur og eftirlaun mun lægri.Íslaus höfn Síðari heimsstyrjöldin er enn á allra vörum í Múrmansk sem gegndi þar mikilvægu hlutverki. Borgin var reist frá grunni í fyrri heimsstyrjöldinni, fyrir réttum 100 árum. Þaðan komust rússnesk herskip og önnur skip út á opið haf þar eð Golfstraumurinn heldur höfninni íslausri árið um kring. Í síðari heimsstyrjöldinni var Sankti Pétursborg sem hét þá Leníngrað umsetin af Þjóðverjum svo engin skip komust þaðan út. Rússar misstu 27 milljónir mannslífa í stríðinu, telja menn nú, tuttugu sinnum fleiri mannslíf en Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar misstu samanlagt. Fólkinu hefur fækkað í Múrmansk, íbúarnir eru nú um 300.000, voru áður hálf miljón. Borgin er býsna hrörleg að sjá. Ásýnd hennar virðist ekki hafa tekið miklum breytingum frá því Sovétríkin hrundu fyrir aldarfjórðungi. Ýmis framfarateikn verða þó á vegi manns. Statoil, norska olíufyrirtækið, rekur bensínstöðvar í Múrmansk. Rússnesk olíufyrirtæki þurfa að sæta erlendri samkeppni. Útvegsfyrirtæki greiða veiðigjöld í almannasjóði. IKEA selur ungu fólki sænsk húsgögn. Sumt annað vitnar um stöðnun. Margverðlaunuð rússnesk kvikmynd frá 2014, Leviathan, sem lýsir vonlausri viðureign venjulegrar fjölskyldu við spilltan sveitarstjórnarmann í litlum bæ ekki langt frá Múrmansk, fékkst ekki sýnd í borginni utan einu sinni. Eiga kvikmyndahúsin þó að heita einkafyrirtæki.Jafnvægi í byggð Noregur á landamæri að Rússlandi. Kirkjunes, einn nyrzti bær Noregs, er steinsnar frá landamærunum. Norðmenn leggja fyrir vikið enn ríkari áherzlu en ella væri á jafnvægi í byggð lands síns upp eftir gríðarlangri ströndinni alla leið að mörkum Rússlands og verja í þessu skyni talsverðu fé m.a. til að styrkja bændur og fiskimenn ýmist beint eða óbeint. Byggðastefnan er m.ö.o. herfræðileg að hluta. Norðmönnum þykir óráðlegt að hafa hluta landsins óbyggðan þar eð þá gætu óboðnir gestir e.t.v. hreiðrað þar um sig óséðir. Langvinn togstreita Norðmanna og Rússa um efnahagsstarfsemi á Svalbarða vitnar um vandann. Svíþjóð liggur hvergi að Rússlandi. Svíar töldu óhætt að hverfa frá opinberum fjárstuðningi við land og sjó fyrir löngu og kjósa heldur að styðja byggðirnar t.d. með öflugu háskólastarfi um allt land eins og Norðmenn gera raunar einnig. Opinber stuðningur við land og sjó í Svíþjóð einskorðast við sameiginlega landbúnaðar- og fiskveiðistefnu ESB. Nasistar lögðu Finnmörk, nyrzta hluta Noregs, í rúst í stríðslok þegar þeir sáu fram á að verða undir, brenndu Hammerfest og fleiri bæi til grunna og fluttu fólkið burt. Sviðna jörðin sem nasistar skildu eftir sig markaði djúp spor í Noregi sem hafði misst heilar borgir og bæi í hörmulegum brunum á fyrri tíð. Íslendingar þekkja brunann mikla í Kaupmannahöfn 1728 sem Halldór Laxness gerði ógleymanlegan í Íslandsklukkunni. Ósló brann til kaldra kola 1624, Þrándheimur 1681, Björgvin 1702 og aftur 1916, Hammerfest 1890 og Álasund 1904. Þetta voru engir smábrunar, heldur brann næstum allt sem brunnið gat. Bæirnir í Finnmörk voru endurreistir eftir stríð.Samkeppni þrátt fyrir fólksfæð Norsk landsbyggð ljómar af myndarskap. Í litlum bæjum norður eftir öllu landinu rekar danskir og sænskir bankar útibú líkt og Glitnir gerði fram að hruni. Af því má ráða að fólksfæð er engin fyrirstaða í augum þessara banka. Norskir bankar þurfa að sæta erlendri samkeppni til hagsbóta fyrir viðskiptavini sína. Byggðin er fjölbreytt. Samar eru um 100.000 alls, sérstakur þjóðflokkur hreindýrabænda sem hefur búið á norðurslóðum í mörg þúsund ár. Flestir eru þeir í Noregi, eða um 50.000, og flestir hinna eru í Svíþjóð og Finnlandi, en fáir eru eftir í Rússlandi, aðeins um 2.000. Samar tala ólíkar mállýzkur, svo ólíkar að þeir tala nú helzt saman á ensku á ættarmótum. Aukin sjálfstjórn Sama miðar að traustari stöðu þeirra innan Noregs, Svíþjóðar og Finnlands.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Gylfason Mest lesið JL húsið og að éta það sem úti frýs… Sveinn Hjörtur Guðfinnsson Skoðun JL Gettó Hildur Björnsdóttir Skoðun Byggjum raðhús í Hvalfjarðargöngum Matthías Arngrímsson Skoðun Leiðréttum launin Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Sveitarfélögin okkar eiga alls ekki að skipta við Rapyd Hópur íbúa í sveitarfélögum sem stunda viðskipti við Rapyd Skoðun Ég skvetti málningu á bandaríska sendiráðið en hér er opið bréf til utanríkisráðherra Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Óskrifuðu Pálínuboðorðin Óskar Jónasson Skoðun Stafræn þjónustubylting Reykjavíkurborgar vekur heimsathygli Alexandra Briem Skoðun Sjálfskipaðir sérfræðingar samgöngumála Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Þú ert númer 1155 í röðinni Hanna Katrín Friðriksson Skoðun
Í Múrmansk, stærstu borg heimsins norðan við heimskautsbaug, sagði gamall Rússi við mig: Við njótum þess hér að eiga góða granna. Hún átti við Norðmenn, Svía og Finna. Orð hennar ylja Íslendingi um hjartarætur. Við heimsækjum þá oft, bætti hún við, og förum því oftar til útlanda en flestir aðrir Rússar ef íbúar Moskvu og Sankti Pétursborgar eru undan skildir. Algeng mánaðarlaun í Múrmansk eru 50 til 60 þúsund krónur og eftirlaun mun lægri.Íslaus höfn Síðari heimsstyrjöldin er enn á allra vörum í Múrmansk sem gegndi þar mikilvægu hlutverki. Borgin var reist frá grunni í fyrri heimsstyrjöldinni, fyrir réttum 100 árum. Þaðan komust rússnesk herskip og önnur skip út á opið haf þar eð Golfstraumurinn heldur höfninni íslausri árið um kring. Í síðari heimsstyrjöldinni var Sankti Pétursborg sem hét þá Leníngrað umsetin af Þjóðverjum svo engin skip komust þaðan út. Rússar misstu 27 milljónir mannslífa í stríðinu, telja menn nú, tuttugu sinnum fleiri mannslíf en Bandaríkjamenn, Bretar og Frakkar misstu samanlagt. Fólkinu hefur fækkað í Múrmansk, íbúarnir eru nú um 300.000, voru áður hálf miljón. Borgin er býsna hrörleg að sjá. Ásýnd hennar virðist ekki hafa tekið miklum breytingum frá því Sovétríkin hrundu fyrir aldarfjórðungi. Ýmis framfarateikn verða þó á vegi manns. Statoil, norska olíufyrirtækið, rekur bensínstöðvar í Múrmansk. Rússnesk olíufyrirtæki þurfa að sæta erlendri samkeppni. Útvegsfyrirtæki greiða veiðigjöld í almannasjóði. IKEA selur ungu fólki sænsk húsgögn. Sumt annað vitnar um stöðnun. Margverðlaunuð rússnesk kvikmynd frá 2014, Leviathan, sem lýsir vonlausri viðureign venjulegrar fjölskyldu við spilltan sveitarstjórnarmann í litlum bæ ekki langt frá Múrmansk, fékkst ekki sýnd í borginni utan einu sinni. Eiga kvikmyndahúsin þó að heita einkafyrirtæki.Jafnvægi í byggð Noregur á landamæri að Rússlandi. Kirkjunes, einn nyrzti bær Noregs, er steinsnar frá landamærunum. Norðmenn leggja fyrir vikið enn ríkari áherzlu en ella væri á jafnvægi í byggð lands síns upp eftir gríðarlangri ströndinni alla leið að mörkum Rússlands og verja í þessu skyni talsverðu fé m.a. til að styrkja bændur og fiskimenn ýmist beint eða óbeint. Byggðastefnan er m.ö.o. herfræðileg að hluta. Norðmönnum þykir óráðlegt að hafa hluta landsins óbyggðan þar eð þá gætu óboðnir gestir e.t.v. hreiðrað þar um sig óséðir. Langvinn togstreita Norðmanna og Rússa um efnahagsstarfsemi á Svalbarða vitnar um vandann. Svíþjóð liggur hvergi að Rússlandi. Svíar töldu óhætt að hverfa frá opinberum fjárstuðningi við land og sjó fyrir löngu og kjósa heldur að styðja byggðirnar t.d. með öflugu háskólastarfi um allt land eins og Norðmenn gera raunar einnig. Opinber stuðningur við land og sjó í Svíþjóð einskorðast við sameiginlega landbúnaðar- og fiskveiðistefnu ESB. Nasistar lögðu Finnmörk, nyrzta hluta Noregs, í rúst í stríðslok þegar þeir sáu fram á að verða undir, brenndu Hammerfest og fleiri bæi til grunna og fluttu fólkið burt. Sviðna jörðin sem nasistar skildu eftir sig markaði djúp spor í Noregi sem hafði misst heilar borgir og bæi í hörmulegum brunum á fyrri tíð. Íslendingar þekkja brunann mikla í Kaupmannahöfn 1728 sem Halldór Laxness gerði ógleymanlegan í Íslandsklukkunni. Ósló brann til kaldra kola 1624, Þrándheimur 1681, Björgvin 1702 og aftur 1916, Hammerfest 1890 og Álasund 1904. Þetta voru engir smábrunar, heldur brann næstum allt sem brunnið gat. Bæirnir í Finnmörk voru endurreistir eftir stríð.Samkeppni þrátt fyrir fólksfæð Norsk landsbyggð ljómar af myndarskap. Í litlum bæjum norður eftir öllu landinu rekar danskir og sænskir bankar útibú líkt og Glitnir gerði fram að hruni. Af því má ráða að fólksfæð er engin fyrirstaða í augum þessara banka. Norskir bankar þurfa að sæta erlendri samkeppni til hagsbóta fyrir viðskiptavini sína. Byggðin er fjölbreytt. Samar eru um 100.000 alls, sérstakur þjóðflokkur hreindýrabænda sem hefur búið á norðurslóðum í mörg þúsund ár. Flestir eru þeir í Noregi, eða um 50.000, og flestir hinna eru í Svíþjóð og Finnlandi, en fáir eru eftir í Rússlandi, aðeins um 2.000. Samar tala ólíkar mállýzkur, svo ólíkar að þeir tala nú helzt saman á ensku á ættarmótum. Aukin sjálfstjórn Sama miðar að traustari stöðu þeirra innan Noregs, Svíþjóðar og Finnlands.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Sveitarfélögin okkar eiga alls ekki að skipta við Rapyd Hópur íbúa í sveitarfélögum sem stunda viðskipti við Rapyd Skoðun
Ég skvetti málningu á bandaríska sendiráðið en hér er opið bréf til utanríkisráðherra Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Sveitarfélögin okkar eiga alls ekki að skipta við Rapyd Hópur íbúa í sveitarfélögum sem stunda viðskipti við Rapyd Skoðun
Ég skvetti málningu á bandaríska sendiráðið en hér er opið bréf til utanríkisráðherra Margrét Rut Eddudóttir Skoðun