Hvert einasta smáblóm María Bjarnadóttir skrifar 24. júní 2016 07:00 Enska orðið Nursery þýðir bæði leikskóli og gróðrarstöð. Þetta er varla tilviljun enda starfsemin á báðum stöðum eðlislík og snýst um að hlúa að græðlingum svo að þeir vaxi og dafni. Sumir þurfa mikla aðhlynningu og næringu á meðan harðgerari tegundir þrífast í einföldum aðstæðum. Englendingar sinna plönturæktun með svipuðu sniði og Íslendingar, en hafa farið aðeins aðrar leiðir við að rækta börnin sín. Leikskólar og frístundaheimili eru ekki hluti af starfsemi sveitarfélaga. Foreldrar greiða kostnaðarverð fyrir svoleiðis lúxus á meðan Íslendingar velta fyrir sér upphæð frístundakorta. Skipulegt íþróttastarf eins og fótbolti er óskylt sveitarfélögum og á sér stað á forsendum einkarekstrar eða foreldraframtaks. Hugtakið hverfisíþróttafélag er hluti af fortíðarþrá Englendinga sem eru komnir yfir miðjan aldur. Þó að enn vanti upp á að sinna mikilvægum sjaldgæfari græðlingum, er fjármögnun og fyrirkomulag á umönnun barna samfélagsverkefni á Íslandi. Kerfið stefnir að því að næra hvert einasta smáblóm sem á okkar hjartans skeri vex. Um þetta er einstök samstaða. Dæmi: annars staðar skipuleggja fjölskyldur ekki sumarfríin sín í kringum fótboltamót barna. Það er viðeigandi að tala um okkar menn eða strákana okkar í Frakklandi. Það væri jafnvel viðeigandi að tala um uppskeru. Árangur karlalandsliðsins er ekki bara tilviljun eða heppni. Það er afurð ákvarðana og forgangsröðunar foreldra, kjósenda og stjórnmálafólks um hvernig verður best hlúð að helstu náttúruauðlind Íslendinga; börnum.Þessi grein birtist fyrst á Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Bjarnadóttir Mest lesið Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun
Enska orðið Nursery þýðir bæði leikskóli og gróðrarstöð. Þetta er varla tilviljun enda starfsemin á báðum stöðum eðlislík og snýst um að hlúa að græðlingum svo að þeir vaxi og dafni. Sumir þurfa mikla aðhlynningu og næringu á meðan harðgerari tegundir þrífast í einföldum aðstæðum. Englendingar sinna plönturæktun með svipuðu sniði og Íslendingar, en hafa farið aðeins aðrar leiðir við að rækta börnin sín. Leikskólar og frístundaheimili eru ekki hluti af starfsemi sveitarfélaga. Foreldrar greiða kostnaðarverð fyrir svoleiðis lúxus á meðan Íslendingar velta fyrir sér upphæð frístundakorta. Skipulegt íþróttastarf eins og fótbolti er óskylt sveitarfélögum og á sér stað á forsendum einkarekstrar eða foreldraframtaks. Hugtakið hverfisíþróttafélag er hluti af fortíðarþrá Englendinga sem eru komnir yfir miðjan aldur. Þó að enn vanti upp á að sinna mikilvægum sjaldgæfari græðlingum, er fjármögnun og fyrirkomulag á umönnun barna samfélagsverkefni á Íslandi. Kerfið stefnir að því að næra hvert einasta smáblóm sem á okkar hjartans skeri vex. Um þetta er einstök samstaða. Dæmi: annars staðar skipuleggja fjölskyldur ekki sumarfríin sín í kringum fótboltamót barna. Það er viðeigandi að tala um okkar menn eða strákana okkar í Frakklandi. Það væri jafnvel viðeigandi að tala um uppskeru. Árangur karlalandsliðsins er ekki bara tilviljun eða heppni. Það er afurð ákvarðana og forgangsröðunar foreldra, kjósenda og stjórnmálafólks um hvernig verður best hlúð að helstu náttúruauðlind Íslendinga; börnum.Þessi grein birtist fyrst á Fréttablaðinu.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun