Nútíð gegn fortíð Stjórnarmaðurinn skrifar 1. júní 2016 11:00 Stjórnarmaðurinn er nú ekki vanur að velta pólitík fyrir sér um of, en varla er annað hægt nú í ljósi sögulegra forsetakosninga sem fram undan eru. Hann fylgdist því agndofa með rimmu þeirra Davíðs Oddssonar og Guðna Th. Jóhannessonar í sjónvarpsþættinum Eyjunni á dögunum. Davíð var í kunnuglegum gír – réðst að Guðna af öllum mögulegum og ómögulegum ástæðum. Flestum þó ómögulegum. Guðni átti að hafa gert lítið úr meintum sigrum Íslendinga í þorskastríðinu, sem lauk um það leyti sem hann fæddist. Hann átti að vera stækur Evrópusinni og einn helsti hvatamaður þess að Ísland undirgengist Icesave-skuldbindingarnar. Allt væri þetta sem eitur í beinum Davíðs og hans manna – næsti bær við landráð. Sem fyrr eru engir gráir fletir í tilveru Davíðs. Það er allt eða ekkert, með eða/og á móti. Stjórnarmaðurinn er einn þeirra sem glöddust þegar Davíð kynnti framboð sitt. Þótt ekki væri nema fyrir skemmtanagildið. Gamanið var þó fljótt að kárna þegar gamli vígamaðurinn birtist í öllu sínu veldi eftir hófstillta byrjun. Blessunarlega virðast meðul á borð við þau sem Davíð beitir hætt að virka. Þau eiga líklega ekki erindi á tölvuöld. Auðvelt að kveða niður hálfkveðnar vísur og leiðrétta hálfsannleik. Fólk sem er yngra en frambjóðandinn sjálfur hefur tól til að greina réttar fullyrðingar frá röngum á andartaki. Niðurstöður kannana í kjölfar árása Davíðs eru órækur vitnisburður um þetta. Kannanir benda til að frekar fjari undan honum en hitt. Það er líka eina lógíska niðurstaðan eftir sjónvarpserjur síðustu daga. Það er einfaldlega ekki eftirspurn eftir klækjarefum sem planta illgresi í blett nágrannans án þess að huga að eigin órækt. Davíð ætti að horfast í augu við eigin fortíð áður en hann býr til sögur um aðra. Það væri ekki bara heillavænlegast í kosningabaráttunni sem nú stendur yfir, heldur vonandi einnig farsælast þegar kemur að því að skrá söguna sem hann hefur keppst við að endurskrifa undanfarin ár. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Stjórnarmaðurinn er nú ekki vanur að velta pólitík fyrir sér um of, en varla er annað hægt nú í ljósi sögulegra forsetakosninga sem fram undan eru. Hann fylgdist því agndofa með rimmu þeirra Davíðs Oddssonar og Guðna Th. Jóhannessonar í sjónvarpsþættinum Eyjunni á dögunum. Davíð var í kunnuglegum gír – réðst að Guðna af öllum mögulegum og ómögulegum ástæðum. Flestum þó ómögulegum. Guðni átti að hafa gert lítið úr meintum sigrum Íslendinga í þorskastríðinu, sem lauk um það leyti sem hann fæddist. Hann átti að vera stækur Evrópusinni og einn helsti hvatamaður þess að Ísland undirgengist Icesave-skuldbindingarnar. Allt væri þetta sem eitur í beinum Davíðs og hans manna – næsti bær við landráð. Sem fyrr eru engir gráir fletir í tilveru Davíðs. Það er allt eða ekkert, með eða/og á móti. Stjórnarmaðurinn er einn þeirra sem glöddust þegar Davíð kynnti framboð sitt. Þótt ekki væri nema fyrir skemmtanagildið. Gamanið var þó fljótt að kárna þegar gamli vígamaðurinn birtist í öllu sínu veldi eftir hófstillta byrjun. Blessunarlega virðast meðul á borð við þau sem Davíð beitir hætt að virka. Þau eiga líklega ekki erindi á tölvuöld. Auðvelt að kveða niður hálfkveðnar vísur og leiðrétta hálfsannleik. Fólk sem er yngra en frambjóðandinn sjálfur hefur tól til að greina réttar fullyrðingar frá röngum á andartaki. Niðurstöður kannana í kjölfar árása Davíðs eru órækur vitnisburður um þetta. Kannanir benda til að frekar fjari undan honum en hitt. Það er líka eina lógíska niðurstaðan eftir sjónvarpserjur síðustu daga. Það er einfaldlega ekki eftirspurn eftir klækjarefum sem planta illgresi í blett nágrannans án þess að huga að eigin órækt. Davíð ætti að horfast í augu við eigin fortíð áður en hann býr til sögur um aðra. Það væri ekki bara heillavænlegast í kosningabaráttunni sem nú stendur yfir, heldur vonandi einnig farsælast þegar kemur að því að skrá söguna sem hann hefur keppst við að endurskrifa undanfarin ár.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira