Hreinsunardagur Elliðaánna verður 7. júní Karl Lúðvíksson skrifar 5. júní 2016 12:00 Hreinsunardagurinn í Elliðaánum er 7. júní Mynd: SVFR Hreinsun Elliðaánna fer fram þriðjudaginn 7. júní nk. og er þess vænst að velunnarar Elliðaánna leggi þessu árlega hreinsunarátaki Stangaveiðifélags Reykjavíkur lið. Vart þarf að hafa orð á mikilvægi þess að halda umhverfi Elliðaánna hreinu, enda eru Elliðaárnar andlit félagsins út á við. Mæting er við veiðihúsið kl. 17 þar sem skipt verður liði og allt rusl hreinsað af árbökkunum og úr ánni sjálfri allt frá Elliðavatni og niður í ós. Gert er ráð fyrir að hreinsunin taki um tvær og hálfa klukkustund – en skemmri tíma ef mannafli er nægur. Undanfarin ár hafa áhugamenn um Elliðaárnar tekið vel tilmælum um að taka þátt í hreinsun ánna, enda tilvalið að kynnast Elliðaánum á þennan hátt í fylgd með kunnugum, en fáir þekkja Elliðaárnar betur en árnefndarmenn sem fara munu fyrir hreinsunarátakinu eins og endranær. Elliðaárnar opna síðan með viðhöfn kl. 7 mánudaginn 20. júní eins og endranær. Mest lesið Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Hljótum að geta sett í einn eða tvo Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði 55 fiskar á land á einum degi Veiði Fjórtán punda urriði í Galtalæk Veiði Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Veiði Enn ein áin í útboð Veiði Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum Veiði
Hreinsun Elliðaánna fer fram þriðjudaginn 7. júní nk. og er þess vænst að velunnarar Elliðaánna leggi þessu árlega hreinsunarátaki Stangaveiðifélags Reykjavíkur lið. Vart þarf að hafa orð á mikilvægi þess að halda umhverfi Elliðaánna hreinu, enda eru Elliðaárnar andlit félagsins út á við. Mæting er við veiðihúsið kl. 17 þar sem skipt verður liði og allt rusl hreinsað af árbökkunum og úr ánni sjálfri allt frá Elliðavatni og niður í ós. Gert er ráð fyrir að hreinsunin taki um tvær og hálfa klukkustund – en skemmri tíma ef mannafli er nægur. Undanfarin ár hafa áhugamenn um Elliðaárnar tekið vel tilmælum um að taka þátt í hreinsun ánna, enda tilvalið að kynnast Elliðaánum á þennan hátt í fylgd með kunnugum, en fáir þekkja Elliðaárnar betur en árnefndarmenn sem fara munu fyrir hreinsunarátakinu eins og endranær. Elliðaárnar opna síðan með viðhöfn kl. 7 mánudaginn 20. júní eins og endranær.
Mest lesið Fyrsti laxinn kom í Norðurá Veiði Hljótum að geta sett í einn eða tvo Veiði Hnýttu tungsten Nobbler fyrir sumarið! Veiði Næst besta opnun sumarsins er í Stóru Laxá IV Veiði Tóti Tönn og félagar ekki í Blönduopnun Veiði 55 fiskar á land á einum degi Veiði Fjórtán punda urriði í Galtalæk Veiði Síðsumarsflugan sem má ekki gleymast Veiði Enn ein áin í útboð Veiði Fengu 28 urriða á rúmlega tveimur tímum í Veiðivötnum Veiði