Einkavæðing án umræðu Stjórnarmaðurinn skrifar 25. maí 2016 09:30 Félag í eigu reykvíska fasteignarisans Gamma hefur náð samkomulagi um kaup á leigufélaginu Kletti af Íbúðalánasjóði. Klettur var stofnað utan um 450 leiguíbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs, en samkvæmt fregnum greiddi Gamma rétt ríflega 10 milljarða króna fyrir félagið. Íbúðalánasjóður er eins og flestir vita í eigu og umsjá ríkisins. Samkvæmt heimasíðu sjóðsins er það meðal annars markmið hans „að auka möguleika fólks til að eignast og leigja húsnæði á viðráðanlegum kjörum“. Ekki er gott að sjá hvernig salan á Kletti til einkaaðila, sem hefur það yfirlýsta markmið (eins og eðlilegt er) að hámarka arðsemi eigna sinna, rímar við yfirlýst markmið Íbúðalánasjóðs. Jafnvel þótt kaupunum hafi fylgt sú kvöð að óheimilt sé að hækka leigugreiðslur leigutaka í tólf mánuði, er varla hægt að búast við öðru en að til lengri tíma muni leigugreiðslur hækka umtalsvert. Margir kvarta undan því að erfitt sé fyrir ungt fólk að eignast húsnæði á Íslandi, og að leigumarkarkaðurinn hækki á sama tíma upp úr öllu valdi. Fáir raunhæfir og viðráðanlegir kostir séu því fyrir ungt fólk til að koma sér upp húsnæði. Þrátt fyrir að stjórnarmaðurinn sé reyndar þeirrar skoðunar að nánast hvergi á byggðu bóli sé auðveldara að fjármagna og festa kaup á húsnæði en á Íslandi (til dæmis hvað varðar húsnæðisverð sem margfeldi árstekna, eða aðgengi að lánsfé) er sennilega nokkuð til í því síðarnefnda. Leigumarkaðurinn á Íslandi á óneitanlega eftir að taka út nokkurn þroska. Leiga er til dæmis hlutfallslega afar há miðað við nágrannalöndin, en mun auðveldara er að innheimta hlutfallslega háar leigugreiðslur á Íslandi til að standa undir mikilli skuldsetningu. Einnig virðist sem mikill hörgull sé á góðum leigukostum. Stjórnmálamenn virðast sömu skoðunar ef marka má hið margfræga húsnæðisfrumvarp Eyglóar Harðardóttur. Því er í raun stórfurðulegt að ríkisrekin stofnun hafi án umræðu fengið að selja frá sér gríðarlegt magn af leigueignum, án þess að því er virðist að nokkur greining hafi átt sér stað á því hvaða áhrif þessi sala kynni að hafa á markaðinn til lengri tíma. Enn furðulegra er svo að þessi sala virðist með öllu stangast á við lögbundið hlutverk Íbúðalánasjóðs. Menn getur greint á um hvort sjóðurinn eigi yfirleitt tilvistarrétt, en ef hann á yfirhöfuð að starfa skal hann halda sig innan síns lögbundna hlutverks. Kallast þetta ekki einfaldlega einkavæðing án umræðu? Stjórnarmaðurinn Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ Atvinnulíf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Sjá meira
Félag í eigu reykvíska fasteignarisans Gamma hefur náð samkomulagi um kaup á leigufélaginu Kletti af Íbúðalánasjóði. Klettur var stofnað utan um 450 leiguíbúðir í eigu Íbúðalánasjóðs, en samkvæmt fregnum greiddi Gamma rétt ríflega 10 milljarða króna fyrir félagið. Íbúðalánasjóður er eins og flestir vita í eigu og umsjá ríkisins. Samkvæmt heimasíðu sjóðsins er það meðal annars markmið hans „að auka möguleika fólks til að eignast og leigja húsnæði á viðráðanlegum kjörum“. Ekki er gott að sjá hvernig salan á Kletti til einkaaðila, sem hefur það yfirlýsta markmið (eins og eðlilegt er) að hámarka arðsemi eigna sinna, rímar við yfirlýst markmið Íbúðalánasjóðs. Jafnvel þótt kaupunum hafi fylgt sú kvöð að óheimilt sé að hækka leigugreiðslur leigutaka í tólf mánuði, er varla hægt að búast við öðru en að til lengri tíma muni leigugreiðslur hækka umtalsvert. Margir kvarta undan því að erfitt sé fyrir ungt fólk að eignast húsnæði á Íslandi, og að leigumarkarkaðurinn hækki á sama tíma upp úr öllu valdi. Fáir raunhæfir og viðráðanlegir kostir séu því fyrir ungt fólk til að koma sér upp húsnæði. Þrátt fyrir að stjórnarmaðurinn sé reyndar þeirrar skoðunar að nánast hvergi á byggðu bóli sé auðveldara að fjármagna og festa kaup á húsnæði en á Íslandi (til dæmis hvað varðar húsnæðisverð sem margfeldi árstekna, eða aðgengi að lánsfé) er sennilega nokkuð til í því síðarnefnda. Leigumarkaðurinn á Íslandi á óneitanlega eftir að taka út nokkurn þroska. Leiga er til dæmis hlutfallslega afar há miðað við nágrannalöndin, en mun auðveldara er að innheimta hlutfallslega háar leigugreiðslur á Íslandi til að standa undir mikilli skuldsetningu. Einnig virðist sem mikill hörgull sé á góðum leigukostum. Stjórnmálamenn virðast sömu skoðunar ef marka má hið margfræga húsnæðisfrumvarp Eyglóar Harðardóttur. Því er í raun stórfurðulegt að ríkisrekin stofnun hafi án umræðu fengið að selja frá sér gríðarlegt magn af leigueignum, án þess að því er virðist að nokkur greining hafi átt sér stað á því hvaða áhrif þessi sala kynni að hafa á markaðinn til lengri tíma. Enn furðulegra er svo að þessi sala virðist með öllu stangast á við lögbundið hlutverk Íbúðalánasjóðs. Menn getur greint á um hvort sjóðurinn eigi yfirleitt tilvistarrétt, en ef hann á yfirhöfuð að starfa skal hann halda sig innan síns lögbundna hlutverks. Kallast þetta ekki einfaldlega einkavæðing án umræðu?
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Viðskipti erlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ópíóíða, róandi- og svefnlyf: „Það geta allir orðið háðir þessum lyfjum ómeðvitað“ Atvinnulíf Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Sjá meira