Framkvæmdir við nýtt veiðihús í Norðurá hefjast í haust Karl Lúðvíksson skrifar 29. apríl 2016 10:57 Fyrir utan ánægju við árbakkann sjálfan er dvölin í veiðihúsum landsins oft eftirminnileg og góð. Þetta þekkja þeir sem hafa einhvern tímann komið í veiðihús sem verður oft eins og þeirra annað heimili þótt það sé ekki heimsótt nema einu sinni kannski tvisvar á ári. það verður oft einhver ljúf taug sem tengist þessum húsum þar sem vinir koma saman og eiga ánægjulegar stundir saman og fagna því þegar vel gengur í veiði og ypta öxlum þegar illa gengur en sameinast engu að síður yfir góðum mat og félagsskap að kveldi í húsinu. Það eru nokkur veiðihús sem eiga sína aðdáendur, sem hugsa ævinlega til þessara húsa með hlýju og bíða þess eftir hvern vetur að endurnýja kynnin við þau hús. Sum af þessum húsum eru þó eins og gefur að skilja farin að láta á sjá og þurfa að fá endurnýjun. Á þessu hausti verður farið í að endurnýja gistirýmin við Norðurá en þau stóðust orðið illa þær væntingar sem eru gerðar um gistingu við á í þeim klassa sem Norðurá er. Einar Sigfússon sem fer með sölumál Norðurár fór lauslega yfir það sem er í vændum og þar má nefna að nýja byggingin verður á tveimur hæðum með mun rýmri herbergjum en sú gamla ásamt því að þar verður fyrirmyndaraðstaða með gufu og heitum potti. Herbergin snúa öll að ánni samkvæmt. Gamla húsið með setustofunni og borðstofunni verður að sjálfsögðu á sínum stað enda hefur það staðist tímanns tönn sem og tíðarandann. Það bíða örugglega margir eftir því að þessi nýju hús verði tekin í gagnið en þau koma til með að taka á móti´nýjum gestum strax á veiðitímabilinu sumarið 2017. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið 60-80 laxar á dag úr Eystri Rangá Veiði Veiði hafin í Veiðivötnum Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Eystri Rangá sýnir sínar bestu hliðar Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Mikil veiði í Sléttuhlíðarvatni Veiði
Fyrir utan ánægju við árbakkann sjálfan er dvölin í veiðihúsum landsins oft eftirminnileg og góð. Þetta þekkja þeir sem hafa einhvern tímann komið í veiðihús sem verður oft eins og þeirra annað heimili þótt það sé ekki heimsótt nema einu sinni kannski tvisvar á ári. það verður oft einhver ljúf taug sem tengist þessum húsum þar sem vinir koma saman og eiga ánægjulegar stundir saman og fagna því þegar vel gengur í veiði og ypta öxlum þegar illa gengur en sameinast engu að síður yfir góðum mat og félagsskap að kveldi í húsinu. Það eru nokkur veiðihús sem eiga sína aðdáendur, sem hugsa ævinlega til þessara húsa með hlýju og bíða þess eftir hvern vetur að endurnýja kynnin við þau hús. Sum af þessum húsum eru þó eins og gefur að skilja farin að láta á sjá og þurfa að fá endurnýjun. Á þessu hausti verður farið í að endurnýja gistirýmin við Norðurá en þau stóðust orðið illa þær væntingar sem eru gerðar um gistingu við á í þeim klassa sem Norðurá er. Einar Sigfússon sem fer með sölumál Norðurár fór lauslega yfir það sem er í vændum og þar má nefna að nýja byggingin verður á tveimur hæðum með mun rýmri herbergjum en sú gamla ásamt því að þar verður fyrirmyndaraðstaða með gufu og heitum potti. Herbergin snúa öll að ánni samkvæmt. Gamla húsið með setustofunni og borðstofunni verður að sjálfsögðu á sínum stað enda hefur það staðist tímanns tönn sem og tíðarandann. Það bíða örugglega margir eftir því að þessi nýju hús verði tekin í gagnið en þau koma til með að taka á móti´nýjum gestum strax á veiðitímabilinu sumarið 2017.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið 60-80 laxar á dag úr Eystri Rangá Veiði Veiði hafin í Veiðivötnum Veiði Náði 12 punda urriða í Kleifarvatni Veiði Fréttabréf Landssambands Veiðifélaga er komið út Veiði Gullfiskur í Elliðaánum Veiði Vikulegar veiðitölur úr laxveiðiánum Veiði Eystri Rangá sýnir sínar bestu hliðar Veiði Lokakvöld Kvennadeildar SVFR annað kvöld Veiði Mikið af laxi í Langá Veiði Mikil veiði í Sléttuhlíðarvatni Veiði