Vika ársins Berglind Pétursdóttir skrifar 11. apríl 2016 00:00 Sigmundur, Bjarni, Tortóla, bjúgu, Panama, bananar, Dorrit í geimnum og allt það. Muniði? Síðasta vika var svo ógeðslega sturluð að allar hinar 1.408 vikur lífs míns blikna í samanburði. Mörg kvöld í röð fór ég að sofa með stingandi sársauka í sjáöldrum eftir að hafa starað látlaust á fréttir á tölvu- og símaskjá til skiptis frá því að vekjaraklukkan hringdi. Ef ég skrapp í ræktina í hádeginu og missti 40 mínútur úr fréttaflutningi var ég allt í einu ekkert inni í málunum lengur, ég tala nú ekki um þegar ég varði heilli kvöldstund í leikhúsi og þurfti að slökkva á símanum á meðan. Veit þetta leikhúsfólk ekki að hér varð Panamaskandall? Það var ábyggilega krefjandi að vera uppi á steinöld en ég held að það sé erfiðara að vera til á gervihnattaöld. Á steinöld voru engin notifications og ég leyfi mér að efast um að hellisbúar hafi þjáðst af FOMO-heilkenninu, sem felst í að manni líður alltaf eins og maður sé að missa af einhverju. Hvernig komust samfélög samt í gegnum erfiða tíma fyrir tíma samfélagsmiðla og Twitter-gríns? Það var svo mikil huggun í því að geta kíkt á Twitter og séð að öllum hinum fannst þessar þingmannalygar algjört kjaftæði líka. Án þess hefði mér líklega liðið eins og ég væri að sturlast. En ég er alveg merkilega létt, þótt ég sé brjáluð, þið vitið. Þetta Panamadæmi er alveg glatað frá A-Ö en það er að minnsta kosti hægt að brosa í gegnum tárin sem frussast út. Við grínum okkur í gegnum þetta, á milli þess sem við mætum á mótmæli og reynum að skilja hvern fjandann við gerðum af okkur til að eiga svo óskammfeilna framkomu skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Panama-skjölin Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Sigmundur, Bjarni, Tortóla, bjúgu, Panama, bananar, Dorrit í geimnum og allt það. Muniði? Síðasta vika var svo ógeðslega sturluð að allar hinar 1.408 vikur lífs míns blikna í samanburði. Mörg kvöld í röð fór ég að sofa með stingandi sársauka í sjáöldrum eftir að hafa starað látlaust á fréttir á tölvu- og símaskjá til skiptis frá því að vekjaraklukkan hringdi. Ef ég skrapp í ræktina í hádeginu og missti 40 mínútur úr fréttaflutningi var ég allt í einu ekkert inni í málunum lengur, ég tala nú ekki um þegar ég varði heilli kvöldstund í leikhúsi og þurfti að slökkva á símanum á meðan. Veit þetta leikhúsfólk ekki að hér varð Panamaskandall? Það var ábyggilega krefjandi að vera uppi á steinöld en ég held að það sé erfiðara að vera til á gervihnattaöld. Á steinöld voru engin notifications og ég leyfi mér að efast um að hellisbúar hafi þjáðst af FOMO-heilkenninu, sem felst í að manni líður alltaf eins og maður sé að missa af einhverju. Hvernig komust samfélög samt í gegnum erfiða tíma fyrir tíma samfélagsmiðla og Twitter-gríns? Það var svo mikil huggun í því að geta kíkt á Twitter og séð að öllum hinum fannst þessar þingmannalygar algjört kjaftæði líka. Án þess hefði mér líklega liðið eins og ég væri að sturlast. En ég er alveg merkilega létt, þótt ég sé brjáluð, þið vitið. Þetta Panamadæmi er alveg glatað frá A-Ö en það er að minnsta kosti hægt að brosa í gegnum tárin sem frussast út. Við grínum okkur í gegnum þetta, á milli þess sem við mætum á mótmæli og reynum að skilja hvern fjandann við gerðum af okkur til að eiga svo óskammfeilna framkomu skilið.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun