Glamour

Victoria hannar förðunarlínu fyrir Estée Lauder

Ritstjórn skrifar
Victoria Beckham
Victoria Beckham Glamour

Afmælisbarn dagsins 17.apríl, Victoria Beckham, hefur hafið samstarf við Estée Lauder og er væntanleg förðunarlína frá þeim í haust.

Victoria hefur undanfarin ár náð frábærum árangri sem fatahönnuður, en fatalína hennar hefur notið gríðarlegra vinsælda og hún unnið sér inn gott orð og virðingu sem fatahönnuður.

Og þar sem Victoria hefur alltaf haft sterkar skoðanir á því hvernig hún hún lítur út, bæði í klæðnaði og förðun, þá verður spennandi að sjá hvernig línan hennar fyrir Estée Lauder mun verða.

Línan er eins og áður sagði væntanleg í haust, og verður hún einungis fáanleg í takmörkuðu upplagi. Þá er um að gera að fylgjast með í hvaða verslanir hún kemur og annað hvort panta sér ferð út eða plata góðan vin þar til að versla fyrir sig.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.