Glamour

81 árs í auglýsingu Dolce&Gabbana

Ritstjórn skrifar
Sophia Loren
Sophia Loren

Leikkonan Sophia Loren er stórglæsileg í nýrri auglýsingastuttmynd Dolce & Gabbana, en hún fer með aðalhlutverkið, þar sem verið er að auglýsa nýja ilminn þeirra Dolce Rosa Excelsa.

Í auglýsingunni, sem er leikstýrt af ítalska óskarsverðlaunahafanum Giuseppe Tornatore, fer Loren með hlutverk móður sem stjórnar sonum sínum fimm við að gera upp stóra villu á Ítalíu. 

Loren, sem er 81 árs, hefur engu gleymt og sýnir stórkostlega takta í myndinni.

Er auglýsingin alveg í anda Dolce&Gabbana en þeir hafa undanfarið verið mjög uppteknir af stórum, ítölskum fjölskyldum. Þeir meðal annars tileinkuðu haust/vetur 2015 sýninguna mæðrum og réðu fengu svo þrjár ömmur til þess að sitja fyrir í auglýsingaherferðinni sinni fyrir sumarið 2015.

Auglýsingin, sem er stórglæsileg, má sjá hér fyrir neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.