Heilaþvegin börn gengu of langt Snærós Sindradóttir skrifar 15. janúar 2016 07:00 Hópur barna, vopnuð geislasverðum, réðust að heimili Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í Garðabænum um helgina og reyndu að brjóta sér leið inn í húsið. Lögreglu barst nafnlaus ábending um umsátrið, handtók börnin og færði þau til yfirheyrslu og skoðunar á lögreglustöð. Börnin áttu það sameiginlegt að hafa séð sérstakan áramótaþátt Stundarinnar okkar sem sýndur var hjá Ríkissjónvarpinu. Þátturinn hófst á þessum orðum: „Skjótandi í myrkrinu ferðast æðstu yfirmenn hins nýstofnaða velmegunarríkis stjórnlaust um óravíddir alheimsins á hinu endurnýjaða ógnarstóra og misskilda flotaskipi „einkavæðaranum“. Því næst birtist Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í gervi Svarthöfða og Sigmundur Davíð forsætisráðherra í líki Jabba the hutt. Þeir sprengdu Landspítalann síðar í þættinum. Athygli vekur að börnin réðust ekki að heimili Árna Páls Árnasonar „samfylkingardúdda“ eins og hann var kallaður og Vigdís Hauksdóttir var látin í friði þrátt fyrir glósur um málfar. Líklegt er að þarna hafi farið hópur stjórnarandstöðubarna, heilaþvegin af RÚV ohf. Dagskrárstjóri hefur beðist afsökunar á þættinum og borgað, úr eigin vasa, útiljósið sem brotnaði við heimili fjármálaráðherra. Ekki reyndist nægilegt fjármagn innan stofnunarinnar til að mæta þeim kostnaði.“ Auðvitað gerðist þetta ekki. Engu barni varð meint af Stundarskaupinu og í versta falli spunnust líflegar umræður við kvöldmatarborðið um hvort ríkisstjórnin væri frábær eða ömurleg. Á mínu heimili rak sex ára strákur upp stór augu og hrópaði „STARWARS“ og svo var það útrætt. Það er nú eitthvað annað en áramótaskaupið, sem fékk öll leikskólabörn landsins til að kyrja: „Ég svaf hjá Justin Bieber.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Justin Bieber á Íslandi Snærós Sindradóttir Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Árni Sæberg Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun
Hópur barna, vopnuð geislasverðum, réðust að heimili Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra í Garðabænum um helgina og reyndu að brjóta sér leið inn í húsið. Lögreglu barst nafnlaus ábending um umsátrið, handtók börnin og færði þau til yfirheyrslu og skoðunar á lögreglustöð. Börnin áttu það sameiginlegt að hafa séð sérstakan áramótaþátt Stundarinnar okkar sem sýndur var hjá Ríkissjónvarpinu. Þátturinn hófst á þessum orðum: „Skjótandi í myrkrinu ferðast æðstu yfirmenn hins nýstofnaða velmegunarríkis stjórnlaust um óravíddir alheimsins á hinu endurnýjaða ógnarstóra og misskilda flotaskipi „einkavæðaranum“. Því næst birtist Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra í gervi Svarthöfða og Sigmundur Davíð forsætisráðherra í líki Jabba the hutt. Þeir sprengdu Landspítalann síðar í þættinum. Athygli vekur að börnin réðust ekki að heimili Árna Páls Árnasonar „samfylkingardúdda“ eins og hann var kallaður og Vigdís Hauksdóttir var látin í friði þrátt fyrir glósur um málfar. Líklegt er að þarna hafi farið hópur stjórnarandstöðubarna, heilaþvegin af RÚV ohf. Dagskrárstjóri hefur beðist afsökunar á þættinum og borgað, úr eigin vasa, útiljósið sem brotnaði við heimili fjármálaráðherra. Ekki reyndist nægilegt fjármagn innan stofnunarinnar til að mæta þeim kostnaði.“ Auðvitað gerðist þetta ekki. Engu barni varð meint af Stundarskaupinu og í versta falli spunnust líflegar umræður við kvöldmatarborðið um hvort ríkisstjórnin væri frábær eða ömurleg. Á mínu heimili rak sex ára strákur upp stór augu og hrópaði „STARWARS“ og svo var það útrætt. Það er nú eitthvað annað en áramótaskaupið, sem fékk öll leikskólabörn landsins til að kyrja: „Ég svaf hjá Justin Bieber.“
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun