Vika ársins Berglind Pétursdóttir skrifar 11. apríl 2016 00:00 Sigmundur, Bjarni, Tortóla, bjúgu, Panama, bananar, Dorrit í geimnum og allt það. Muniði? Síðasta vika var svo ógeðslega sturluð að allar hinar 1.408 vikur lífs míns blikna í samanburði. Mörg kvöld í röð fór ég að sofa með stingandi sársauka í sjáöldrum eftir að hafa starað látlaust á fréttir á tölvu- og símaskjá til skiptis frá því að vekjaraklukkan hringdi. Ef ég skrapp í ræktina í hádeginu og missti 40 mínútur úr fréttaflutningi var ég allt í einu ekkert inni í málunum lengur, ég tala nú ekki um þegar ég varði heilli kvöldstund í leikhúsi og þurfti að slökkva á símanum á meðan. Veit þetta leikhúsfólk ekki að hér varð Panamaskandall? Það var ábyggilega krefjandi að vera uppi á steinöld en ég held að það sé erfiðara að vera til á gervihnattaöld. Á steinöld voru engin notifications og ég leyfi mér að efast um að hellisbúar hafi þjáðst af FOMO-heilkenninu, sem felst í að manni líður alltaf eins og maður sé að missa af einhverju. Hvernig komust samfélög samt í gegnum erfiða tíma fyrir tíma samfélagsmiðla og Twitter-gríns? Það var svo mikil huggun í því að geta kíkt á Twitter og séð að öllum hinum fannst þessar þingmannalygar algjört kjaftæði líka. Án þess hefði mér líklega liðið eins og ég væri að sturlast. En ég er alveg merkilega létt, þótt ég sé brjáluð, þið vitið. Þetta Panamadæmi er alveg glatað frá A-Ö en það er að minnsta kosti hægt að brosa í gegnum tárin sem frussast út. Við grínum okkur í gegnum þetta, á milli þess sem við mætum á mótmæli og reynum að skilja hvern fjandann við gerðum af okkur til að eiga svo óskammfeilna framkomu skilið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Berglind Pétursdóttir Panama-skjölin Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun
Sigmundur, Bjarni, Tortóla, bjúgu, Panama, bananar, Dorrit í geimnum og allt það. Muniði? Síðasta vika var svo ógeðslega sturluð að allar hinar 1.408 vikur lífs míns blikna í samanburði. Mörg kvöld í röð fór ég að sofa með stingandi sársauka í sjáöldrum eftir að hafa starað látlaust á fréttir á tölvu- og símaskjá til skiptis frá því að vekjaraklukkan hringdi. Ef ég skrapp í ræktina í hádeginu og missti 40 mínútur úr fréttaflutningi var ég allt í einu ekkert inni í málunum lengur, ég tala nú ekki um þegar ég varði heilli kvöldstund í leikhúsi og þurfti að slökkva á símanum á meðan. Veit þetta leikhúsfólk ekki að hér varð Panamaskandall? Það var ábyggilega krefjandi að vera uppi á steinöld en ég held að það sé erfiðara að vera til á gervihnattaöld. Á steinöld voru engin notifications og ég leyfi mér að efast um að hellisbúar hafi þjáðst af FOMO-heilkenninu, sem felst í að manni líður alltaf eins og maður sé að missa af einhverju. Hvernig komust samfélög samt í gegnum erfiða tíma fyrir tíma samfélagsmiðla og Twitter-gríns? Það var svo mikil huggun í því að geta kíkt á Twitter og séð að öllum hinum fannst þessar þingmannalygar algjört kjaftæði líka. Án þess hefði mér líklega liðið eins og ég væri að sturlast. En ég er alveg merkilega létt, þótt ég sé brjáluð, þið vitið. Þetta Panamadæmi er alveg glatað frá A-Ö en það er að minnsta kosti hægt að brosa í gegnum tárin sem frussast út. Við grínum okkur í gegnum þetta, á milli þess sem við mætum á mótmæli og reynum að skilja hvern fjandann við gerðum af okkur til að eiga svo óskammfeilna framkomu skilið.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun