Viðskipti erlent

Skyldaðir til að bera vitni

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Starfsmenn danska fjármálaeftirlitsins eru skyldaðir tl að bera vitni gegn Roskilde Bank.
Starfsmenn danska fjármálaeftirlitsins eru skyldaðir tl að bera vitni gegn Roskilde Bank. NORDICPHOTOS/AFP
Hæstiréttur í Danmörku hefur úrskurðað að þrír starfsmenn danska fjármálaeftirlitsins geti ekki falið sig á bak við þagnarskyldu. Þeir verði að bera vitni í málinu gegn Roskilde Bank sem varð gjaldþrota 2008.

Ríkisfyrirtækið Finansiel Stabilitet, sem tók yfir fjölda banka í hruninu, hefur krafist eins milljarðs danskra króna af átta háttsettum starfsmönnum bankans, endurskoðunarfyrirtæki hans og tveimur endurskoðendum.

Roskilde Bank var gagnrýndur í þremur skýrslum danska fjármálaeftirlitsins á árunum 2005 til 2008. Það er mat ríkisfyrirtækisins Fin­ansiel Stabilitet að mikilvægt sé að starfsmennirnir þrír beri vitni þar sem þeir hafi setið marga fundi í bankanum áður en hann varð gjaldþrota. Þeir hafi þess vegna vitað hvað var að gerast. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×